Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Qupperneq 44
1883
42
VL Ymislegt.
1. Skottulæknar.
9. læknishérað. Skottulæknar mega kaupa meðul sín beinlínis frá materialistum
erlendis, og geta þeir því selt þau hálfu billegri en héraðslæknarnir, sem bundnir
eru við að kaupa meðul í lyfjabúðum hér á landi. Það er því eigi að undra, þótt
fátækir menn freistist til að leita skottulæknanna. Það styður og mjög skottulækn-
ingarnar, að skottulæknarnir breiða út ljúgandi, ýmist af fákænsku eða vísvitandi,
að þeir lækni hina og þessa sjúkdóma, sem hættulegir eru. Þannig kalla þeir kvef
í börnum barnaveiki (diphtheritis eða croup), kvef í fullorðnum rheumatismus, og
intercostal neuralgi kalla þeir lungnabólgu. Avallt hafa þeir einhverja diagnose á
reiðum höndum, og fólk trúir öllu, sem þeir segja, hve vitlaust og fráleitt sem það
er. Það er áhugamál Alþingis að gera slikar lækningar sem almennastar, og tel ég
slíkt mjög svo spillandi heilbrigðismálum vorum.
2. Sjúkrahús.
11. læknishérað. Á sjúkrahúsi Akureyrar lágu 45 sjúklingar, þar af 15 útlend-
ingar. Engar upplýsingar eru um legudagafjölda. Sjúkdómar voru þessir: Abscessus
hydatid. femoris 1, labii sup. 1, reg. lateralis colli 1, varii 1, ascites 1, bronchitis 1,
bronchohaemorrhagia 1 (dó), caries et necrosis ossium tarsi 1, contusio perinei c.
fistula uretlirae 1, coxalgia et degeneratio glandularum 1 (dó), dyspepsia et vomitus
1, erysipelas gangraenosum faciei 1, febris catarrhalis 1, f. typhoidea 1, furunculosis 1,
gangraena cutanea penis 1, gastrica chronica 1, gastricismus 1, hydrops 1 (dó),
lepra anaesthetica 1, inelancholia et ulcus ventriculi 1, obstructio alvi 1, otalgia et
otorrhoea 1, panaritium 4, papilloma femoris 1, paraphimosis 1, phlegmone colli 1,
cubiti 1, pleurodynia et morbus cordis 1, pneumonia 2 (1 dó), rheumatismus 1,
tuberculosis pulmonum et laryngis 1 Svíi (dó), tumor echinococc. abdominis 1,
t. e. cardiae 1, t. e. epigastrii 2, t. sebaceus capitis 1, ulcus cruris et scorbutus 1,
vulnus contusum frontis 1, v. c. palp. et erysipelas faciei 1, v. incisum frontis 1,
v. i. manus 1. — Aðgerðir: Amputatio cruris 1, punctura abdominis 3, exstirpatio
tumoris sebacei 1, brenndir sullir 3.
3. Bólusetning.
4. læknishérað. Bólusetning hefur farið eðlilega fram.
5. læknishérað. Bólusetningu lítið orðið framgengt, en ég hef sótt um til amtsins,
að skipaðir verði sérstakir bólusetjarar í hverjum hreppi, og er því vonandi, að
bólusetning fari með reglu framvegis.
7. læknishérað. Bólusetning og endurbólusetning fór fram í miklum hluta
héraðsins.
11. læknishérað. Bólusetningar hafa farið æskilega fram.
15. læknishérað. Bólusettir 1600 manns.
18. læknishérað. Bólusetning fór fram.