Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Síða 45
1884
I. Fólksf jöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfjöldi á öllu landinu í árslok 1884 70513 (69772).
Lifandi fæddust 2315 (2112) börn, eða 32,8%<, (30,3%o).
Andvana fæddust 67 (69) börn, eða 28,1 %0 (31,6%0) fæddra. Tvíburafæðingar
voru 32.
Manndauði á öllu landinu var 1447 (2133) menn, eða 20,5%o (30,6%o).
Á 1. ári dóu 322 (509) börn, eða 139,1%0 (241,0%o) lifandi fæddra.
Af slysförum dóu 118 (106 drukknuðu, 12 af öðrum slysum).
Sjálfsmorð voru 5.
II. Sóttarfar og sjúkdómar.
Heilsufar var gott á árinu og manndauði hlutfallslega lítill. Farsóttir létu lítið
á sér bæra.
A. Bráðar farsóttir.
1. Barnaveiki (diphtheritis et croup).
Veikinnar er getið í 10 héruðum og talin fram 29 tilfelli. Læknum er kunnugt
um 9 börn, sem dóu.
1. læknishérað. Diphtheritis faucium 6 tilfelli, og batnaði öllum. Croup 2 til-
felli, og dóu bæði.
2. læknishérað. Angina diphtheritica 4 tilfelli, 2 börn dóu.
3. læknishérað. Croup 1 tilfelli, barnið dó.
10. læknishérað. 2 tilfelli, 1 barn dó.
11. læknishérað. Barn dó úr diphtheritis.
12. læknisliérað. Diphtheritis 3 tilfelli.
15. læknishérað. Diphtheritis 3, croup 2, annað barnið dó.
17. læknisliérað. Diphtheritis 1 barn, sem dó.
18. læknishérað. Diphtheritis 3 tilfelli.
20. læknishérað. Croup 1 tilfelli.
2. Inflúenza.
Litlar sögur fara af inflúenzu á árinu.
18. læknishérað. Mjög almenn í lok júlí.