Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Síða 46
1884
44
3. Rauðir hundar (rubeolae).
Faraldurinn frá árinu áður hélt sums staðar áfram á þessu ári.
15. læknishérað. 45 tilfelli. Gengu hér ahnennt 1883, en aftur hefur veikin hið
liðna ár ekki gert vart við sig nema í vissum sveitum. 1 sumum tilfellum var angina
tonsillaris samfara, og líktist hún þá meira scarlatina en veikinni frá 1883. —
Læknir telur veikina hafa verið væga nema í Mjóafirði, en þar lágu menn allt að
4 vikum, og einn dó.
18. læknisliérað. 10 tilfelli.
20. læknishérað. í marzmánuði fengu nokkuð mörg börn rubeolae.
4. Taugaveiki (febris typhoidea).
Veikinnar er getið í 13 héruðum, og var sums staðar faraldurssnið á. Framtal
á tilfellum og mannslátum er að vanda mjög gloppótt.
1. læknishérað. Taugaveikin, sein áður var hérna algeng, virðist, sem betur fer,
hin síðari árin að hafa komið mjög' sjaldan fyrir, og síðast liðið ár hef ég eigi haft
til meðferðar nema 5 sjúklinga. Enginn varð þungt haldinn.
2. læknishérað. 20 tilfelli. Læknir telur líklegast, að veikin hafi komið upp af
„óhreinu andrúmslofti" og borizt síðan „með sóttnæmi". Sóttin var ekki mjög ill-
kynjuð, og aðeins einn maður dó.
3. læknishérað. 9 tilfelli. Læknis var vitjað frá 5 bæjum vegna taugaveiki, en
vissi auk þess uin hana á 3 öðrum bæjum.
4. læknishérað. Taugaveikin í Dalasvslu, sem getið var í síðustu skýrslu, er
enn á gangi og hefur breiðzt út. Hún hefur verið fremur væg og enginn dáið enn.
6. læknishérað. í apríl fóru að koma upp tilfelli af taugaveiki, sem síðan var
viðloðandi allt árið. Veikin kom að minnsta kosti á 15 bæi, og auk þess voru tauga-
veikissjúklingar fluttir í land af skipuin. Hún lagðist þungt á um tíma, og læknir
telur, að sjötti hluti sjúklinganna hafi dáið.
7. læknishérað. Taugaveikin, sem greint var frá í síðustu skýrslu, hefur verið
viðloðandi í Strandasýslu allt árið, en farið sér hægt. Sums staðar hefur veikin verið
mjög illkynja. Af 50 sjúklingum, sem hafa leitað mín, dóu 4.
9. læknishérað. 4 tilfelli.
10. læknishérað. Byrjaði fyrst í júní og hélzt við fram eftir júlímánuði, en
síðan tók hún sig upp í september og hefur haldizt við allt til þessa tíma. 2 létust.
11. læknishérað. Hefur gert vart við sig hingað og þangað allt árið. Ekki greint
frá fjölda tilfella, en 2 dóu.
13. læknishérað. 1 tilfelli.
15. læknishérað. 7 tilfelli.
17. læknishérað. 2 tilfelli.
18. læknishérað. 6 tilfelli.
5. Blóðsótt og iðrakvef (dysenteria, cholerina et catarrlius intestinalis acutus).
Margir læknar geta um iðrakvef án þess að telja til tíðinda.
1. læknishérað. Um haustið var iðrakvef mjög algengt, oft samfara gulu.