Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 49
47
1884
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
I. læknishérað. Gonorrhoea urethrae í ungum íslendingi, sem fékk veikina i
London. Auk þess 2 franskir fiskimenn. Syphilis 2 útlendingar.
5. læknishérað. Gonorrhoea 6 Frakkar.
9. læknishérað. UIcus venereum 1.
II. læknishérað. Gonorrhoea fáeinir útlendir sjómenn.
15. læknishérað. Gonorrhoea 3, þar af 2 útlendingar. Syphilis 1 útlendingur.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
4. læknishérað. Phthisis pulmonum bilateralis var greind í sjómanni í Englandi.
Við rannsókn hér fannst, að allt hægra lunga var sjúkt, og i neðri hluta vinstra
lunga heyrðist engin öndun. Nætursviti mikill. Lítill hósti og lystarleysi. Ég hafði
fregnir af honum fyrir vikum, og leið honum þá talsvert betur og hafði verið á fót-
um nokkra tíma á dag. Hann hefur fengið arsenik, lýsi, kínin með brennisteini og
næga mjólk.
15. læknishérað. Einn sjúklingur kom veikur frá Kaupmannahöfn.
3. Holdsveiki (lepra).
Aðeins 14 tilfelli talin fram í 6 héruðum, sum gömul.
2. læknishérað. 4 tilfelli.
5. læknishérað. Tvö tilfelli frá fyrra ári.
9. læknishérað. 1 tilfelli.
11. læknishérað. 1 tilfelli.
18. læknishérað. 2 tilfelli.
20. læknishérað. 4 persónur hér holdsveikar. Af þeim hefur 1 limafallssýki, 2
lepra tuberosa, og á hinum fjórða eru báðar tegundir veikinnar.
4. Sullaveiki (echinococcosis).
1. læknishérað. Blóðuppgangur frá lungunum hefur oft komið fyrir og mun
oftast standa í sambandi við lungnasulli. Af lifrarveiki hef ég skoðað 16 tilfelli, sem
ég var viss um, að mundu vera sullir í lifrinni. Allir sjúklingarnir voru utanbæjar-
menn.
2. læknishcrað. Echinococcus hepatis 15, pulmonum 2.
3. læknishérað. Echinococcus 13 tilfelli, 2 dóu. Á tveimur sjúklingum brutust
sullir gegnum þindina og komu upp með hósta. Þeir hafa fengið mixt. ferri composit.
ásamt acid. sulphuric. með kinin, þegar sviti hefur verið mikill og uppgangur
blóðugur. Báðum virðist nú líða vel.