Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 51
49
1884
13. læknishéraö. Allvíða hefur gengið hér kláði meðal fólks, en orsökin til
þess er sú, að þar sem gestir koma að á bæjum, eru þeir látnir sofa hjá heimilisfólki.
6. Geitur (favus).
5. læknishérað. Gerð epilatio vegna geitna, en ekki getið, á hve mörgum.
10. læknishérað. 1 tilfelli.
7. Krabbamein (eancer, sarcoma).
1. læknishérað. 1 tilfelli. Líffæris ekki getið. Ca. mammae 1.
3. læknishérað. 1 tilfelli af strictura oesophagi, sem dró sjúkling til dauða.
Hefur þar vafalítið verið um krabbamein að ræða.
9. læknishérað. Cancer mammae 1. Kona fékk ber í brjóst, og óx það mjög
hægt lengi framan af. Hafði héraðslæknir boðizt til að skera það burtu, en það
dróst. Þegar berið var orðið þrír þumlungar á lengd, 2 á breidd og 1 á þykkt og
farið að valda þrautum, skar hann það burtu í klóróformsvæfingu. Ekki vildi sárið
gróa, og fleiri ber tóku að myndast. Dró þetta konuna loks til dauða.
15. læknishérað. Cancer mammae 1, tumor cancrosus colli 1, sarcoma colli 1.
17. læknishérað. Carcinoma mammae 3 konur, 2 dóu.
18. læknishérað. Cancer 2.
C. Ýmsir sjúkdómar.
Hjartasjúkdómar.
1. læknishérað. Morbi cordis eru án alls efa sjaldgæfir hér.
Hnémein.
9. læknishérað. Bóndi kenndi sárinda við hreyfingar í hnélið, og fóru þau
vaxandi, svo að maðurinn lagðist. Læknir áleit vatn vera í liðnum og ráðlagði joð-
áburð, en meinið hélt áfram að versna, og loks sprakk það. Kom í fyrstu út litlaus
vökvi, en síðan tók að grafa og hnéð að bólgna. Færðist nú bólgan upp á lær og
gróf í. Fór Árni héraðslæknir þá með sjúkling til Akureyrar og gerði amputatio
femoris með aðstoð héraðslæknis þar. Ekki batnaði manninum, og tók að grafa í
stúfnum. Var skorið í oftar en einu sinni, en ekki kom það að haldi, og stóð nú
beinið bert út úr. í því ástandi var sjúklingur sendur heim. Þar gerði Árni amputation
að nýju, og eftir það brá til bata. Um áramót var sárið vel á vegi að gróa og
sjúklingur orðinn styrkur og búinn að ná holdum sínum aftur.
Kirtlaveiki.
13. læknishérað. Kirtlaveiki er sjúkdómur, sem hér er svo almennur, að ég
naumast hygg hann vera eins tíðan annars staðar um Iandið. Það er naumast það
heimili til, þar sem á einhvern hátt ekki ber á henni meðal unglinga, og víða hvar
er roskið fólk, sem þjáist af henni.
4