Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Qupperneq 57
1885
I. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfjöldi á öllu landinu í árslok 1885 71613 (70513).
Lifandi fæddust 2252 (2315) börn, eða 31,4%o (32,8%0).
Andvana fæddust 81 (67) börn, eða 34,7%0 (28,1%0) fæddra. Tvíburafæðingar
voru 40.
Manndauði á öllu landinu var 1341 (1447) menn, eða 18,7%0 (20,5%o).
Á 1. ári dóu 336 (322) börn, eða 149,2%c (139,1%0) lifandi fæddra.
Af slysförum dóu 92 (44 drukknuðu, 48 af öðrum slysum).
Sjálfsmorð voru 2.
II. Sóttarfar og sjúkdómar.
Heilsufar er talið gott á árinu, enda var manndauði með allra minnsta móti.
Engar farsóttir náðu útbreiðslu. Skýrsla landlæknis á þessu ári nær yfir árin
1883—1885.
A. Bráðar farsóttir.
1. Hlaupabóla (varicellae).
Getið aðeins í 1. og 20. héraði, alls 10 tilfelli.
2. Barnaveiki (diphtheritis et croup).
Stakk sér niður eins og venjulega og talin algengari en árið á undan.
1. læknishérað. Croup 5, diphtheritis 5. Fjögur börn dóu, þar af 3 úr croup. Ég
hef aldrei orðið þess var hér, að diphtheritis væri mjög illkynjuð, líkt og á sér stað
annars staðar.
15. læknishérað. Croup 2 (annar dó), diphtheritis 7.
18. læknishérað. Diphtheritis 21 tilfelli, 3 börn dóu.
20. læknishérað. Hafði mörg tilfelli af diphtheritis til meðferðar. Croup 1.
3. Taugaveiki (febris typhoidea).
Um hana segir landlæknir m. a.: Taugaveiki er framarlega meðal farsótta í
landinu. Hennar verður alltaf vart, en er yfirleitt mjög væg. í mörgum af skýrslum
læknanna eru færð fram rök fyrir því, að veikin berist frá manni til inanns.