Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 58
1885
56
I. læknishérað. 3 tilfelli. Taugaveiki var hér langtum algengari í bænum áður, og
er gagnmerkilegt, að ekki eitt einasta tilfelli af verulegri taugaveiki hefur komið hér
fyrir í mörg ár.
4. læknishérað. 5 tilfelli.
7. læknishéraö. Taugaveikin frá árinu áður hélt áfram fram í apríl, en dó þá
út. Tilfelli voru 20, þar af 6 á læknissetrinu.
9. læknishérað. 7 tilfelli, væg.
II. læknishérað. Taugaveiki hélt sig i sumar, sem leið, á nokkrum bæjum, tók
hvern af öðrum á heimilunum, en náði ekki að breiðast út um sveitina, því að menn
vöruðust samgöngur við hin veiku heimili, enda hafði sýslumaður lagt bann á sam-
göngur við hæi þá, er veikin gekk á. Veikin var fremur illkynjuð, og fylgdu henni
hin vanalegu sjúkdómseinkenni. Virðist þó bera mest á einkennum frá hálfu heilans
og þarmanna. Þannig voru jafnaðarlega tíðir miklir höfuðórar og jafnvel á mörgum
æði. Mikill niðurgangur fylgdi á allflestum. Tveir létust á bæjum þessum. Á einu
hákarlaskipi kom upp taugaveiki, og voru fjórir menn fluttir í land. Þar af dóu tveir.
15. læknishérað. 5 tilfelli.
17. læknisliérað. 4 tilfelli, 1 dó.
18. læknishérað. 32 tilfelli. Veikin var fremur væg, og enginn dó.
4. Blóðsótt og iðrakvef (dysenteria, cholerina v. catarrhus intestinalis acutus).
I. læknishérað. Cholerina 4, diarrhoea acuta 8.
4. læknishérað. Diarrhoea 5 tilfelli.
7. læknishérað. Væg cholerina í júlí og ágúst.
II. læknishérað. Febris catarrhalis ventriculi et intestinorum acuta mjög almenn
umliðið ár og hefur gengið allnærri sjúklingunum. Hafa sumir jafnvel legið i þeirri
veiki allt að þrjár vikur.
15. læknishérað. Diarrhoea 9, dysenteria 3.
17. læknishérað. Cat. intest. acutus 8. Dysenteria 2.
5. Heimakoma (erysipelas).
Tilgreind eru 19 tilfelli í 5 héruðum.
6. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Tilgreind eru 5 tilfelli í 4 héruðum. Ein kona sögð dáin.
7, Gigtsótt (febris rheumatica).
15. læknishérað. 2 stúlkur, sem áður höfðu fengið „gigtfeber". Ekki varð vart
við hjartaaffection.