Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 60
1885
58
Hafa það eingöngu verið börn, yngri og eldri. Eins og venja er til, dóu flest þau
börn, er veikina fengu, sum á mjög stuttum tíma.
17. læknishérað. 1 barn, sem dó.
14. Hitasótt (febris gastrica).
1. læknishérað. Febris gastrica 2, continua 10.
15. Stífkrampi (tetanus).
17. læknishérað. 1 tilfelli, dó.
20. læknishérað. 2 börn dóu úr ginklofa.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
I. læknishérað. Gonorrhoea urethrae 2, syphilis 2.
9. læknishérað. Syphilis 2 tilfelli.
II. læknishérað. Gonorrhoea, norskur skipstjóri.
15. læknishérað. Gonorrhoea 1.
2. Berklaveiki (tubereulosis)
15. læknishérað. Phthisis kom fyrir á 4. Voru 2 íslenzkir, stúlka 23 ára og karl-
maður 25 ára. Bæði dóu. Stúlkan var af brjóstveikri ætt af Norðurlandi, hafði verið
brjóstþung, síðan hún hafði tussis convulsiva, og eftir það hún lagðist í morbilli um
árið, þyngdi henni mjög. Maðurinn hafði um nokkur ár verið mæðinn, en alltaf
verið við sjóvinnu, þangað til honum allt í einu þyngdi. Hann lá ekki nema mánuð.
Hann var líka af brjóstveikri ætt og mjög kirtlaveikur.
17. læknishérað. Phthisis pulmonum 1, dó.
3. Holdsveiki (lepra).
Um holdsveiki segir landlæknir (1883—85): Holdsveiki, sem áður var útbreidd
á íslandi, fer nú jafnt og þétt minnkandi. Sennilegt er, að holdsveikissjúklingar séu
nú innan við 50 á öllu landinu.
1. læknishérað. 1 tilfelli.
4. læknishérað. 1 tilfelli.
9. læknishérað. 1 tilfelli.
18. læknishérað. 1 tilfelli.
20. læknishérað. 4 tilfelli (gömul).