Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 62
1885
60
hún kom til mín, var hún mjög lasburða, fölleit og mögur, lystarlaus, en þjáning-
arlítil. Meðan á brennslunni stóð, var ástand hennar hér um bil eins og áður. Eftir
hana opnaðist sullurinn og tæmdist smátt og smátt, og sullahúsið kom út. Þótt
þessi sullur hyrfi, minnkaði ekki útþenslan á lífinu, heldur fór smám saman vax-
andi. Kvartaði hún samt ekki í fyrstu svo mikið um verki sem um óhægð og and-
þrengsli af útþenslunni, en síðar í legunni hafði hún sárar þjáningar og veslaðist
svo smátt og smátt upp og dó. Þegar ég skar upp lík hennar, fann ég sem dauða-
orsök lífhimnubólgu. Hafði hún orsakazt af því, að tveir stórir sullir, er áfastir
voru við neðri flöt lifrarinnar, höfðu sprungið inn í kviðarholið. Auk þess var allt
kviðarholið krökkt af ótölulegum grúa af sullum, smáum og stórum, á ýmsum stig-
um, sumir innperforeraðir og sainanfallnir. Flestir þeirra voru í lífhimnunni, en
sumir áfastir við flestöll líffæri þau, er heima eiga í kviðarholinu. Þannig voru tveir
á stærð við g'æsaregg áfastir við lífmóðurina.
12. læknishérad. Læknir stakk á tveimur unglingsstúlkum og einni fimmtugri
konu, sem allar höfðu lifrarsulli, og telur þeim hafa batnað.
15. læknishérað. Sullaveikir 57, 29 karlar og 28 konur. Echinococcus hepatis
með vanalegum symptomum 31, opnaðist í lungum með haemoptysis 5, opnaðist í
lungum án haemoptysis 3, echinoc. pulmonis 2 (hefur áður sprungið), e. hepatis
c. mania 1, c. ictero 7, sprakk og tæmdist per anum 2, sprakk inn í abdomen 4,
sprakk inn í vesica urinariae 2. — Gift kona, 30 ára, hefur að sögn legið áður
tvisvar í lungnabólgu og um langan tíma verið mæðin. Eftir barnsburð fyrir 1% ári
fékk hún lifrarbólgu, og í vor hafði hún tak undir hægra brjósti, sem minnkaði,
þegar mikið gekk upp af blóði, grefti og sprungnum sullhúsum. Uppgangurinn varð
strax á eftir galllitaður og hefur síðan verið það með römmu bragði. — Gift kona
í Skaftafellssýslu fann fyrst til fyrir 20 árum. Byrjaði með mæði, sting milli brjóst-
anna, sem leiddi ofan í hol hægra megin og aftur í hrygg. Þessu fylgdi cardialgia og
hiksti. Eftir nokkurn tíma fóru sullir að ganga niður með þvagi. Þegar ég frétti
af henni síðast, gengu sullir enn öðru hverju niður, en mæðin og tilfinningin var
að mestu horfin.
17. læknishérað. Echinococcus hepatis 39, liepatis v. pulmonum 3, regionis
gluteae 1. 2 dóu.
18. læknishérað. 5 tilfelli.
20. læknishérað. Fáeinir munu vera hér sullaveikir, en engir á því stigi, að
handlækningum þurfi eða verði þar við þetta beitt að svo stöddu.
5. Kláði (scabies).
Talin fram 89 tilfelli í 7 héruðum, og læknir i 10. læknishéraði segir hafa komið
fyrir „fjölda mörg tilfelli".
6. Geitur (favus).
Tilgreind eru 2 tilfelli í 2 héruðum.