Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 69
67
1885
11. læknisliérað. Viðstaddur fjórar óeðlilegar fæðingar, þar af tvær tangar-
fæðingar.
12. læknishérað. Ein tangarfæðing, sem gekk vel.
15. læknishérað. Abortus á 3. mánuði 2, á 7. mánuði 2, haemorrhagia post
partum 1. Krampar in partu 1: Þessi fæðing var mjög örðug og langvinn, þar sem
hún stóð yfir 71 klukkutíma. Stúlkan var 24 ára, primipara, af nervös konstitution.
Móðir hennar hafði epilepsia og dó sinnisveik. Pelvis nokkuð þröng. Mest tafði fyrir,
að orificium stóð svo hátt, sneri aftur og til vinstri, en caput með collum rakst
niður, og þar eð hún fékk krampa aftur og aftur. Þegar loksins var búið að koma
því svo, að orificium sneri niður meira í miðlinu grindarholsins og himnurnar
fundust vel, var orificium ekki krónustærð, og eftir það himnurnar sprungu og
höfuðið komst ofan að neðra opi grindarholsins, var það lítið stærra. Ég setti
morphin-injection og gerði fáeinar incisionir í orificium. Eftir það fæddist barnið,
sem var asfyktiskt, en lífgaðist. Puerperium gekk vel.
17. læknishérað. Haemorrhagia post partum 1.
18. læknishérað. Sóttur tvívegis til fæðandi kvenna. í öðru tilfellinu gerð per-
foratio á dauðu fóstri vegna þröngrar grindar og atonia uteri, en í hinu vending og
framdráttur.
20. læknishérað. Fylgja sótt tvivegis.
IV. Yfirsetukonur.
Landlæknir ritar m. a.: Yfirsetukonum fjölgar jafnt og þétt í landinu. Hinn 1.
júlí 1876 voru þær aðeins 76, en á því ári og árin á eftir ákváðu amtsráðin, að
þær skyldu vera 158 auk hinna 3 yfirsetukvenna i Reykjavík, sem eiga að ljúka
prófi við fæðingarstofnunina i Kaupmannahöfn. Þessari tölu ætti að verða náð innan
skamms. Því miður hætta ekki svo fáar yfirsetukonur störfum eftir stuttan starfs-
tíma, og gæti þetta orðið tilefni þess, að amtsráðin skylduðu þær til að starfa til-
tekinn árafjölda, enda ber landssjóður öll útgjöld af náminu.
10. læknishérað. í umdæminu eru 4 yfirsetukonur.
11. læknishérað. Hef haft þrjá kvenmenn til kennslu í yfirsetufræðum. Eftir
því sem amtmaðurinn yfir Norður- og Austuramtinu hefur skýrt mér frá, mun enn
vanta yfirsetukonur í allt að 20 yfirsetukvennaumdæmi i nýnefndum ömtum, flestar
í Norður-Múlasýslu.
15. læknishérað. Kenndi einum kvenmanni yfirsetufræði.
V. Slysfarir.
1. læknishérað. Ambustio 5, congelatio 5, contusio 15, corpus alienum oculi 10,
pharyngis 2, manus 5, distorsio 7, fract. humeri 1, radii 4, fibulae 3, submersio 1,
vulnus 30.
9. læknishérað. Contusio 8, combustio 1, congelatio 1, vulnus 5, lux. humeri 1.