Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 72
1886
I. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfjöldi á öllu landinu í árslok 1886 71521 (71613).
Lifandi fæddust 2137 (2252) börn, eða 29,9%0 (31,4%0).
Andvana fæddust 77 (81) börn, eða 34,8%0 (34,7%0) fæddra. Tvíburafæðingar
voru 31.
Manndauði á öllu landinu var 1402 (1341) menn, eða 19,6%0 (18,7%0).
Á 1. ári dóu 293 (336) börn, eða 137,1%C (149,2%0) lifandi fæddra.
Af slysförum dóu 91 (77 drukknuðu, 14 af öðrum slysum).
Sjálfsmorð voru 5.
II. Sóttarfar og sjúkdómar.
Heilsufar er talið allgott á árinu, enda var enginn stórfaraldur á ferð. Meltingar-
kvillar af ýmsu tæi voru algengustu kvartanir, og eru þeir taldir stafa af óhollri
og ónógri fæðu.
A. Bráðar farsóttir.
1. Hlaupabóla (varicellae).
Veikin gekk ekki á árinu, en stakk sér niður á örfáuin stöðum. Getið er samtals
13 tilfella í 3 héruðum.
2. Barnaveiki (diplilheritis et croup).
Talin eru fram alls 26 tilfelli af barnaveiki og croup.
7. læknishérað. Af þeim tilfellum (10), sem komu fyrir af diphtheritis, dó
aðeins eitt. Það var 8 ára stúlka, og var sjúkdómurinn í henni verri en ég nokkru
sinni hef séð hér áður. Eftir að henni var þó mikið farið að skána, greip hana allt í einu
paralysis og drap hana á örstuttum tíma. Croup hefur komið til minnar meðferðar 6
sinnum, og hafa þau öll dáið nema einn drengur, sem ég gerði á tracheotomia.
2. læknishérað. 1 tilfelli.
tl. læknishérað. Croup og diphtheritis hafa alls ekki komið fyrir í héraðinu
þetta ár.
74. læknishérað. Tvö tilfelli af diphtheritis, hvort tveggja börn 9 og 11 ára.
(Meðul: Chloras kal., tartras stibico-kalicus etc.).