Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Blaðsíða 74
1886
72
í. læknishérað. 35 tilfelli af cat. intestinalis epidemicus. Eina farsóttin, sem náði
útbreiðslu, var þrálátt iðrakvef, sem lýsti sér með áköfum, illa lyktandi og oftast
blóðugum niðurgangi ásamt heiftarlegum og langvarandi uppköstum. Menn veiktust
skyndilega með kuldahrolli og háum hita, sumir þjáðust af svefnleysi eða urðu
ruglaðir. Veikin stóð frá 8 dögum upp í 5 eða 6 vikur, en margir voru þó veikir
aðeins 2 eða 3 daga. Hún var mjög næm og tók venjulega alla fjölskylduna. —
Tilfellin voru miklu fleiri en hér eru talin, en fæstir sóttu lækni.
6. læknishérað. Eini umtalsverði bráður sjúkdómur er iðrakvef, sem stakk sér
niður um sumarið og haustið.
7. læknishérað. í lok júlí hófst faraldur af cholerina, sem barst inn á flest heimili
í héraðinu. Veikin var allskæð, en allir að heita má náðu sér þó eftir hana.
9. læknishérað. 8 tilfelli af cat. intestinalis.
15. læknishérað. 83 tilfelli af diarrhoea og 3 af dysenteria.
17. læknisliérað. 13 tilfelli.
7. Heimakoma (erysipelas).
Talin eru fram 14 tilfelli í 6 læknishéruðum.
8. Gigtsótt (febris rheumatiea).
9. læknishérað. 1 tilfelli.
10. læknishérað. 1 tilfelli.
15. læknishérað. 2 tilfelli. Unglingur 21 árs gamall: Orsakaðist að sögn af því,
að hann hafði lent í á og orðið mjög kalt. Hjartaaffection var ekki greinileg, en
upp úr veikinni fékk hann pneumonia, en kom samt til. Stúlka á tvítugasta ári:
Veikin byrjaði í úlnliðnum vinstra og öðru hnénu, en fór fljótt í hin liðamótin.
Hin vanalegu symptom komu hér öll fram.
9. Lungnabólga (pneumonia erouposa).
Tilgreind eru með tölum 39 tilfelli i 9 héruðum, en getið um fleiri. Tekið er
fram, að 2 hafi dáið. Læknar eru annars fáorðir um veikina.
10. Kvefsótt (bronchitis et pneumonia catarrhalis).
Talin eru fram aðeins 137 tilfelli, og litlar sögur fara af veikinni.
1. læknishérað. 35 tilfelli. Það kom fyrir þetta ár, sem ég eigi man til, að hafi
borið eins mikið á áður, nefnilega að mikil kvefsótt gekk hér yfir í bænum í júlí-
mánuði og eins fram eftir ágústmánuði. Hið sama átti sér stað í desembermánuði,
þótt kvefsóttin væri þá ekki eins almenn í börnum og um sumarið. Þessi kvefveiki
var hrein bronchitis.
11. Iíverkabólga (angina tonsillaris).
Talin eru fram 38 tilfelli í 6 héruðum.