Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 82
1887
I. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfjöldi á öllu landinu i árslok 1887 69641 (71521).
Lifandi fæddust 2008 (2137) börn, eða 28,8%„ (29,9^0).
Andvana fæddust 72 (77) börn, eða 34,6%0 (34,8%0) fæddra. Tvíburafæðingar
voru 35.
Manndauði á öllu landinu var 1703 (1402) menn, eða 24,5%0 (19,6%0).
Á 1. ári dóu 319 (293) börn, eða 158,9%0 (137,í%€) lifandi fæddra.
Af slysförum dóu 141 (124 drukknuðu, 17 af öðrum slysum).
Sjálfsmorð voru 6.
II. Sóttarfar og sjúkdómar.
Heilsufar var lakara en undanfarin 3 ár og dánartala hærri. Engir stórfaraldrar
gengu þó á árinu, cn dauðaslys voru óvenjulega mörg og mannslát af völdum
taugaveiki með fleira móti.
A. Bráðar farsóttir.
1. Hlaupabóla (varicellae).
Talin eru fram 54 tilfelli í 3 héruðum.
2. Skarlatssótt eða rauðir hundar (scarlatina s. rubella).
Á árinu gekk viða um land farsótt, sem sumir læknar telja skarlatssótt, en
aðrir rauða hunda. Landlæknir veltir fyrir sér rökum með og móti og segir m. a.:
Þessi sjúkdómur líktist skarlatssótt um það, að hann var bráðsmitandi hitasótt með
útslætti. Útslátturinn var rauðir blettir, sem runnu saman í skarlatslita fleti, litar-
sterkasta á hálsi og limum. Að því er ég veit, sást aldrei útsláttur í andliti. Auk
þess var í fjölda tilfella mikil bólga í koki eins og i skarlatssótt. Hreistrunin var
mjög „lansellus“, þannig að húðin í vola manus og planta pedis flagnaði af in toto,
og á sumum losnaði hún af fingrunum eins og slíður. Á hinn bóginn var sjúkdóm-
urinn ólíkur skarlatssótt að því leyti, að hann var mjög vægur, þar sem enginn er
talinn dáinn úr honum, að undanskildu einstaka barni. Stundum voru sjúklingarnir
á fótum, án þess að nokkuð sæist á þeim, þangað til hreistrun byrjaði öllum óvænt.
Jafnvel þótt útsláttur yrði mikill og mikil hreistrun eftir á, lágu menn oftast aðeins