Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 88
1887
86
13. Mengisbólga (meningitis).
Talin eru fram 5 tilfelli í 3 héruðum, en læknar gera veikina ekki að umtalsefni.
14. Gulusótt (icterus catarrhalis).
1. læknishérað. 2 tilfelli.
5. læknishérað. 4 tilfelli.
14. læknishérað. Framan af árinu gekk hér almennt icterus gastroduodenalis, og
sýktust helzt unglingar frá tíu ára til tvitugs, en engir dóu.
15. Stífkrampi (tetanus).
1. læknishérað. Tetanus traumaticus 1. Það tilfelli, sem ég hafði af tetanus, var
traumatiskt. Það var ung stúlka, sem hafði marið dálítið fremsta köggul eins fingurs.
Eftir vikutíma, er allt var farið að lagast í fingrinum, var hún kveldstund úti í
köldu veðri og kom heim köld og skjálfandi og háttaði i köldu húsi. Um nóttina
kom trismus, og síðan var allur líkaminn undirlagður með mjög áköfum krampa,
einkum í öllum hryggjarvöðvum og kviðnum. Eftir stutta legu á spítalanum dó hún.
12. læknishérað. Tetanus neonatorum 1, dó.
20. læknishérað. Stífkrampi (tetanus) 1, ginklofi (trismus) 2.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Kynsjúkdóma er aðeins getið í 1. læknishéraði. Einn sjúklingur hafði urethritis
gonorrhoica og einn syphilis.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
,9. læknishérað. Phthisis pulmonum 2 tilfelli.
15. læknishérað. Phthisis 3 tilfelli, þar af 2 útlendingar.
16. læknishérað. Phthisis pulmonum 2.
3. Holdsveiki (lepra).
Talning holdsveikra fór fram í 17 prófastsdæmum, og var heildartala tilfella 48.
Læknar eru fáorðir um veikina. (Árið 1768 voru holdsveikissjúklingar í landinu
taldir 280, en 128 árið 1838).
I. læknishérað. 1 tilfelli.
8. læknishérað. Ég veit ekki til, að nokkur sé hér með holdsveiki.
II. læknislxérað. 1 tilfelli af holdsveiki hefur hætzt við á þessu ári.
16. læknishérað. 1 tilfelli.