Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 90
1887
88
mjög erfitt að diagnosticera, og er þaÖ einkennilegt, að eftir hina síðari punktur
koma vanalega engin merki um lokal peritonitis, þótt þau hafi komið við hina fyrri
punktur. Aðferð þessi veit ég eigi til, að hafi verið höfð af öðrum en mér og að
minnsta kosti af engum á undan, og verður hún alveg í sama anda og dobbelt-
punkturen, þar sem punktur í síðara skipti með grófum troicart kemur í staðinn fyrir
ineision við dobbeltpunktur. Recamiers máti verður til sveita mjög ópraktiskur, og
er mér, þó ég aldrei hafi reynt hann, efasamt, hvort hann sé eigi hættulegri, hvað
peritonitis snertir, heldur en punktur á þennan hátt. 1 einstöku (2) tilfellum hef
ég útvikkað gatið með hníf, þegar það hefur orðið of lítið. Punkturopinu held ég
ávallt opnu með blýnagla með ca. 1 krónu stórum haus, og þola sjúklingarnir
það mjög vel.
20. læknisliérað. Echinococcus hepatis et abdominalis 7.
5. Kláði (scabies).
Læknar tilgreina með tölum aðeins 47 kláðasjúklinga í 4 héruðum.
6. Geitur (favus).
Tilgreindir eru tveir geitnasjúklingar í 15. læknishéraði.
7. Krabbamein (cancer, sarcoma).
Læknar telja fram nokkur æxli, en hafa lílið um þau að segja, og krabbameins
er getið beinum orðum í aðeins tveimur sjúklingum, í 1. og 15. læknishéraði.
C. Ýmsir sjúkdómar.
Geösjúkdómar.
Talin eru fram 2 tilfelli af morbus mentalis í 2 héruðum, 5 af mania í 2
héruðum, 97 af hysteria í 6 héruðum, 6 af hypochondria í 3 héruðum og 2 af
insomnia í 1 héraði. Læknirinn í 18. læknishéraði segir, að hysteria og gigt séu al-
gengustu langvinnir sjúkdómar.
Gigtars júkdómar.
Talin eru fram án nánari skilgreiningar 169 tilfelli af rheumatismus í 8 héruðum,
9 tilfelli af lumbago í 3 héruðum, 12 tilfelli af ischias í 3 héruðum, 7 tilfelli af
migraine í 2 héruðum og 12 tilfelli af neuralgia í 1 héraði.
7. læknishérað. Rheumatismus er miklu algengari en menn skyldu ætla, og
fæstir leita sér hjálpar hjá læknum. Einkum virðist mér rheumatismus musculorum
almennur og er sjálfsagt að verða almennari, því meira sem léreftsskyrtur tíðkast
næst sér í stað ullarfatnaðar, sem áður hefur verið. Rh. articulorum virðist fremur
sjaldgæfur, og rheumatiskur feber sést hér varla, þótt ótrúlegt þyki.
19. læknishérað. Mörg tilfelli komu fyrir af gigt, sem er einna almennastur allra
sjúkdóma hér á landi.