Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 94
1887
92
tumor cysticus colli 1, vulnus sclopetarium antebrachii 1. — Helztu handlæknisað-
gerðir: Amputatio brachii 1, digiti manus 1, cruris 1 (gerð af landlækni), excisio
cystis colli.
15. læknishérað. Ég sendi aftur í ár beiðni í Alþing um spítalastofnun hér, og
mælti sýslunefndin fastlega með eins og líka læknirinn í Skaftafellssýslu, en allt
koin fyrir sama, beiðnin fékk ekki áheyrn.
3. Mataræði.
7. læknishérað. Mikill matarskortur var í norðurhluta Strandasýslu um vetur-
inn, og matur var einnig óhollur. Margir fengu því skyrbjúg. í febrúar og marz
létust 5 manns, að því er ég held af hákarlsáti.
4. Bólusetning.
Landlæknir telur, að slælega hafi verið bólusett á árinu, og læknar segja fátt
um bólusetningu.
15. læknishérað. Bólusetning var hér lítil sem engin nema vesturfarar voru allir
bólusettir, áður þeir fóru, enda vantaði mig og vantar enn bóluefni.
18. læknishérað. Fór fram á flestum stöðum.