Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Blaðsíða 95
1888
I. Fólksf jöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfjöldi á öllu landinu í ái’slok 1888 69224 (69641).
Lifandi fæddust 1917 (2008) börn, eða 27,7%0 (28,8%0).
Andvana fæddust 77 (72) börn, eða 38,6%c (34,6%0) fæddra. Tvíburafæðingar
voru 33, þríburafæðing 1.
Manndauði á öllu landinu var 1307 (1703) menn, eða 18,9%0 (24,5%0).
Á 1. ári dóu 243 (319) börn, eða 126,8%0 (158,9%0) lifandi fæddra.
Af slysförum dóu 75 (53 drukknuðu, 22 vegna annarra slysa).
Sjálfsmorð voru 4.
II. Sóttarfar og sjúkdómar.
Heilsufar er talið gott á árinu, enda ekki faraldur að neinni farsótt. Á þessu
ári byrja lælcnar reglulega skráningu farsótta, og eru til farsóttaskýrslur úr 15
læknishéruðum. Skráð farsóttatilfelli voru alls 1537, og eru 85 manns taldir dánir
úr farsóttum.
A. Bráðar farsóttir.
1. Hlaupabóla (varicellae).
Skráð 48 tilfelli i 7 héruðum.
4. læknishérað. Aðalfarsótt þessa árs var hlaupabóla, sem hefur verið mjög
algeng, einkum á börnum og unglingum, og mjög þrálát.
2. Barnaveiki (diphtheritis et croup).
Af diphtheritis eru skráð 48 tilfelli (landlæknir 47) í 7 héruðum, en 10, eða
21,3%, dóu. Af croup eru skráð 14 tilfelli í 5 héruðum, 10, eða 71,4%, dóu.
1. læknishérað. Barnaveiki hefur eigi sýnt sig oft. Ég hef aðeins séð 2 tilfelli,
og dóu bæði. Diphtheritis hcfur og komið óvenjulega sjaldan fyrir.
4. læknishérað. Tvö börn dóu úr croup.
3. Inflúenza.
Skráð 25 tilfelli í 13. héraði.
6. læknishérað. Sú inflúenza, sem er sérkennileg fyrir ísland og fór áður yfir