Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Síða 98
1888
96
10. Lungnabólga (pneumonia crouposa).
Skráð eru 127 tilfelli (landlæknir 113) í 13 héruðum, en 28 eru taldir dánir.
Læknar hafa lítið um veikina að segja.
,9. læknishérað. Gekk einkum í maímánuði og sýndist vera illkynja og hættu-
leg. Þó ber að gæta þess, að sjúklingar til sveita á íslandi verða að liggja í bað-
stofum, þar sem sjaldnast er gott og heilnæmt loft. Ég viðhafði mjög í veiki þessari
lækningu prófessors Mosters, tartras-stibico-kalicus, 10—30 centig. upplevst í 200 g
af vatni, matskeið hvern eða annan hvern tíma. Enginn sjúklingur dó, er viðhafði
þetta alla veikina, en hvort slíkt er tilviljun, er að svo stöddu ekki hægt að segja
nú með vissu.
11. Kvefsótt (bronchitis et pneumonia catarrhalis).
Skráð eru 150 tilfelli (landlæknir 141), í 11 héruðum. 2 taldir dánir.
8. læknishérað. Kvefsótt, sem undanfarin ár hefur stungið sér niður meira og
minna, kom alls eigi fyrir á þessu ári, svo að ég viti, nema á fáeinum börnum og
þá mjög væg.
11. læknishérað. Naumast gert vart við sig.
/4. læknishérað. Eins og venja er, gekk nokkur kvefsótt fyrra hluta sumarsins.
12. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Á skrá 189 tilfelli (landlæknir 150), í 12 héruðum.
13. Gulusótt (icterus catarrhalis).
Tilgreind eru 4 tilfelli í 2 héruðum.
14. Mengisbólga (meningitis).
Tilgreind eru 2 tilfelli í 2 héruðum.
15. Ristill (herpes zoster).
Talin fram 12 tilfelli í 7 héruðum.
16. Stífkrampi (tetanus).
3. læknishérað. 1 tilfelli, ungbarn, sem dó.
12. læknishérað. Tetanus neonatorum 2 börn, dóu bæði.
20. læknishérað. 1 barn dó úr ginldofa.