Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Blaðsíða 99
97
1888
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
1. læknishérað. Gonorrhoea urethrae 4, syphilis 2 útlendingar.
16. læknishérað. Gonorrhoea 1.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
12. læknishérað. Phthisis pulmonum 1.
17. læknishérað. Phthisis pulmonum 1 (dó).
3. Holdsveiki (lepra).
Landlæknir telur 48 tilfelli af holdsveiki í landinu.
1. læknishérað. 2 tilfelli.
2. læknishérað. 5 tilfelli.
4. læknishérað. 5 tilfelli.
9. læknishérað. 1 tilfelli.
12. læknishérað. 2 tilfelli.
20. læknishérað. Ein af hinum þremur holdsveiku persónum hér dó á árinu.
Var þá annar fóturinn nálega dottinn af í öklalið, og naumast var orðið komandi
nálægt hohum fyrir óþolandi ódaun. Á 33 ára gamalli konu hefur farið að votta
fyrir holdsveiki (lepra tuberosa).
4. Sullaveiki (echinococcosis).
1. læknishérað. Sullaveikissjúklinga hef ég skoðað marga, og hafa sumir verið
mjög þjáðir. Gömul lcona austan úr Grímsnesi hafði fjarskalega stóran sull aftan
á hægra læri. Var hann búinn að búa um sig í 20 ár og náði frá gluteus max. og
niður undir hnésbót. Læknaðist alveg við incisio og drainage. Fangi í hegningar-
húsinu hafði einnig sull á vinstra læri. Lá hann djúpt og þrýsti svo á v. femoralis,
að ákaflega mikill bjúgur kom í allan fótinn. Úr honum kom ógrynni af sullhúsum.
Manninum batnaði. — Echinococcus hepatis 3, abdominis 1.
2. læknishérað. 7 tilfelli, 4 í lifur, 3 í lungum. Hef ópererað með einfaldri ástungu
1 kvenmann með stóran lifrarsull. Tæmdi ég út 4 potta i einu af tæru hydatidevatni
og lokaði svo fyrir. Fimm mánuðum síðar var engan sull að finna og stúlkan vel
frísk. — Lifrarsullur í karlmanni (aftan i lifur) opnaðist inn í pleura og gekk
síðan upp um lungun. Liggur enn og hefur hóstað upp miklu af sullmenguðum
grefti. Er ikteriskur.
3. lælcnishérað. Echinococcus 8, þar af dóu 2. Stungið á þremur.
4. læknishérað. Tumores hepatici (hydatides?) 18. Á einum sjúklingi var kvið-
urinn svo spenntur og svo mikil mæði, að óhjákvæmilegt var að hleypa út úr
sullinum. Ég stakk því með digrum troicart rétt ofan við nafla hægra megin, en
7