Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Síða 101
99
1888
gröftur kom i þvagið, hvarf hnúturinn að heita mátti. Ég álít, að þarna hafi verið
sullur, sem hafi gróið fastur við blöðruna og etið sig inn i hana.
1.9. læknishérað. Fimm sjúklingar punkteraðir vegna echinococcus.
20. læknishérað. 2 tilfelli af sullaveiki í lifur.
5. Kláði (scabies).
Tilgreind eru 279 tilfelli í 9 héruðum.
10. læknishérað. Fjölda mörg tilfelli.
13. læknishérað. Á fjölda bændaheimila.
6. Geitur (favus).
9. læknishérað. 1 tilfelli.
7. Krabbamein (cancer, sarcoma).
1. læknishérað. Cancer mammae 1.
4. læknishérað. Cancer uteri 1, mors.
12. læknishérað. Cancer ventriculi 1 (dó), mammae 1 (dó).
15. læknishérað. Cancer mammae recidivus 1.
17. læknishérað. Cancer faciei 1 (dó).
C. Ýmsir sjúkdómar.
Fingurmein.
2. læknishérað. Panaritia hafa verið miklu tíðari en fyrirfarandi, einkum þó á
vertiðarmánuðum, og mörg verið subperiostalt, en þar sem ég hef haft tækifæri til,
hef ég strax fyrsta dag eftir að verkur hefur byrjað gert djúpa incision, og hef ég
með því getað couperað ekki fá tilfelli.
Kirtlaveiki.
13. læknishérað. Kirtlaveiki er hér mjög almenn, einkum þegar upp til landsins
kemur. Bæði fullorðið fólk og börn eru víða þjáð af henni.
Skyrbjúgur.
10. læknishérað. Þessi sjúkdómur er mjög algengur hér, og komu mörg tilfelli
fyrir af honum í vor. Það helzta, er menn viðhafa, er skarfakál, sem mjög er erfitt
að ná að vorinu, en auðvelt að haustinu. Það má fá töluvert af því, en menn eru
svo hirðulausir í því að safna þvi á haustin, að þeim er vart við hjálpandi.
Slagæðargúlpur.
6. læknishérað. Hér kom fyrir eitt tilfelli af aneurysma a. femoralis eftir stungu-
sár, og varð það manninum að bana. Læknir var ekki sóttur fyrr en mörgum mánuð-
um eftir áverkann, og var þá komin gangraena í þeinið með hektiskum hita.