Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 106
1889
I. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfjöldi á öllu landinu í árslok 1889 69574 (69224).
Lifandi fæddust 2180 (1917) börn, eða 31,3%c (27,7%0).
Andvana fæddust 85 (77) börn, eða 37,5%0 (38,6%0) fœddra. Tvíburafæðingar
voru 48.
Manndauði á öllu landinu var 1091 (1307) menn, eða 15,7%0 (18,9%0).
Á í. ári dóu 204 (243) börn, eða 93,6%0 (126,8%0) lifandi fæddra.
Af slysförum dón 68 (51 drukknuðu, 17 vegna annarra slysa).
Sjálfsmorð voru 6.
II. Sóttarfar og- sjúkdómar.
Heilsufar er talið með bezta móti á árinu. Aðeins 1145 farsóttatilfelli eru skráð.
69 eru taldir dánir úr farsóttum.
A. Bráðar farsóttir.
1. Hlaupabóla (varicellae).
Skráð 27 tilfelli (landlæknir 35), i 3 héruðum.
1. læknishérað. Sýndi sig hér í bænuin á nokkrum börnum. Fólk leitar sér
eigi lækninga við þess konar smákvillum.
2. Barnaveiki (diphtheritis et croup).
Skráð eru 12 tilfelli af diphtheritis i 3 héruðum og 17 tilfelli af croup í 6
héruðum. 9 börn eru talin hafa dáið úr croup og 1 úr diphtheritis.
3. Inflúenza.
Er á skrá aðeins í 5. héraði, alls 75 tilfelli.
4. Rauðir hundar (rubeolae).
Á skrá í 3 héruðum, alls 81 tilfelli. Tveir eru taldir dánir. Lýsing' héraðslæknis
i 2. héraði virðist miklu fremur benda á skarlatssótt en rauða hunda.