Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Síða 107
105
1889
2. læknishérað. Rubeolae hefur verið mjög tíð þetta árið eins og hið fyrir-
farandi, og sérstaklega hefur r. scarlatinosa, sú sem getið er í fyrra árs skýrslu,
verið mjög illkynjuð á sumum bæjum. AIls staðar hafði veikin hin sömu einkenni,
en útslátturinn varð mismunandi, kom misjafnlega fljótt fram og varð misjafnlega
mikill, en því minna og seinna sem hann kom fram, því verri varð veikin. Bronchitis
og bronchopneumonia fylgdi sums staðar, en angina var alltaf meiri eða minni.
Ekki virðist hún hafa verið contagiös, því ekkert samhand gat ég fundið milli veik-
innar á bæjuin þeim, þar sem fólk veiktist, enda eru þeir svo að segja sitt í hverju
tiorni á umdæminu, og ekkert breiddist veikin út á nærliggjandi bæi, enda þótt
stöðugur samgangur væri til þeirra hæja, er fólk var veikt, og þeir í þéttbýli. 2 dóu.
15. læknishérað. Rubeolae kom nú æði oft fyrir, en almennt vægari en síðasta
ár, hálsaffectionir að minnsta kosti miklu vægari nú, og liktist því veikin í ár
meira inorbilli en scarlatina.
5. Taugaveiki (febris tvphoidea).
Úr taugaveiki eru 5 taldir dánir af 76 sjúklingum (svo skv. skýrslu landlæknis,
en á skrá eru 66 í 11 héruðum).
I. læknishérað. Varla komið fyrir í bænum, en stungið sér niður annars staðar
i umdæminu. Að hún breiddist ekki víðar út um sveitina, þakka ég hinum ströngu
varúðarreglum, sem ég g'af helztu mönnum sveitarinnar og sem ég veit til, að fylgt
yar með mestu nákvæmni.
3. læknishérað. Kom á 4 bæi og var ekki mjög svæsin.
5. læknishérað. Getið á einum bæ.
9. læknishérað. Stakk sér niður á 2 heimilum. Einn sjúklinganna dó,
II. læknishérað. Aðeins á einu heimili.
17. læknishérað. Stakk sér niður, en fremur væg', og enginn dó.
20. læknishérað. 1 dó úr taugaveiki.
6. Blóðsótt og iðrakvef (dysenteria, cholerina v. catarrhus intestinalis acutus).
Dysenteria er á skrá í 3 héruðum, alls 29 tilfelli, og cholerina v. c. i. ac. í 11
héruðum, alls 294 tilfelli (landlæknir 331).
7. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Á skrá aðeins 1 tilfelli (landlæknir 2. 1 kona dó).
8. Heimakoma (erysipelas).
Á skrá í 6 héruðum, alls 21 tilfelli (landlæknir 22).
9. Gigtsótt (febris rheumatica).
Á skrá í 5 héruðum, alls 18 tilfelli.