Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 108
1889
106
10. Lungnabólga (pneumonia cvouposa).
Úr lungnabólgu eru 38 taldir dánir af 148, eða 25,68% sjúklinganna (land-
Iæknir). Á farsóttaskrá eru talin fram 144 tilfelli í 11 héruðum.
1. læknishércið. Verið með vægasta móti, 2 dóu.
2. læknishérað. Sá sjúkdómur, sem einkum hefur gert þetta ár lakara að
heilsufari en að undanförnu, er pneumonia crouposa, sem hefur allt árið frá því í
febrúar eins og læðzt yfir allt umdæmið og aukið að miklum mun dauðatöluna. —
17 dóu af 55, sem læknis var vitjað til.
•f. læknishérað. 2 dóu úr lungnabólgu.
11. læknishérað. 2 taldir dánir úr lungnabólgu.
12. læknishérað. 2 dánir.
14. læknishérað. Um haustið fór að ganga lungnabólga og taksótt, og hafa
nokkrir dáið úr þeim sjúkdómum.
15. læknishérað. Miklu tíðari en árið á undan. Tók helzt gamla menn, og dóu
nokkrir eftir fárra daga legu.
19. læknishérað. Gekk nokkuð viða í júní og júlí og var fremur illkynja.
11. Kvefsótt (bronchitis et pneumonia catarrhalis).
Skráð 229 tilfelli í 8 héruðum, 2 dánir.
12. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Skráð 131 tilfelli (landlæknir 141) í 11 héruðum.
3. læknishérað. Mjög tíð á árinu.
13. Mengisbólga (meningitis).
11. læknishérað. Tvö ungbörn dóu úr þeim sjúkdómi.
13. læknishérað. Meningitis infantilis 1 tilfelli.
14. Ristill (herpes zoster).
Talin frain 8 tilfelli í 4 héruðum.
15. Stífkrampi (tetanus).
2. læknishérað. 2 börn dóu úr trismus neonatorum.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein.
1. Kynsjúkdómar (morhi venerei).
1. læknishérað. Gonorrhoea urethrae 5, syphilis 2, allt útlendingar.
15. læknishérað. Gonorrhoea 1.