Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Blaðsíða 112
1889
110
III, Fæðingar.
1. læknishérað. 4 tangarfæðingar, 3 barnanna lifðu. 1 perforatio capitis vegna
grindarþrengsla.
2. læknishérað. Læknir viðstaddur 8 fæðingar, en aldrei lögð á töng.
3. læknishérað. Læknir viðstaddur 2 fæðingar. Kona fékk eclampsia, og var
hún svæfð og barnið tekið með töng. Bæði lifðu. í hinu tilfellinu var fæðing mjög
langdregin, enda var konan gömul primipara. Bæði lifðu.
4. læknishérað. Tvær erfiðar tangarfæðingar. Mæðurnar lifðu, en annað barnið
dó. Framfallinn handleggur 1 (fóstrið dáið), retentio placentae 1.
7. læknishérað. Læknir viðstaddur 4 fæðingar. Konurnar lifðu.
10. læknishérað. Ein tangarfæðing vegna adynamia uteri.
11. læknishérað. Læknir viðstaddur 4 fæðingar. Belgir sprengdir í tveim tilfell-
um. Ein tangarfæðing. Ein axlarstaða, og hafði yfirsetukonan vanrækt að lagfæra
á hentugum tíma. Var handleggurinn fallinn frain, þegar ég kom. Var hann blár
og bólginn, móðurlífið fast kiprað utan um fóstrið, öxlin keyrð niður í mjaðmar-
grindina og var þar föst. Við margítrekaðar tilraunir heppnaðist mér þó að komast
upp hjá öxlinni og svo að ná í annan fótinn, sem ég dró niður og togaði í, en allt
fyrir það lagaðist ekki lega fóstursins. Gerði ég þá tilraunir til að ná í hinn fótinn,
en það sýndist lengi vel að vera ómögulegt, svo að ég var rétt kominn að því að
fara að lima barnið frá móðurinni, þegar ég loks náði í hinn fótinn. Tókst mér
þá án sérstakra tálmana að ná fóstrinu, sem, eins og við mátti búast, var andvana.
Konan barst af fram yfir allar vonir, meðan á þessu stóð, og varð ekkert meint við
þessa afar örðugu fæðingu. — Ég skal við þetta tækifæri leyfa mér að vekja máls
á þvi, hvort herra landlækninum ekki þætti ástæða til að brýna fyrir yfirsetukonum
að viðhafa antiseptiskar varúðarreglur við fæðingar og gefa þeim almennar reglur
fyrir aðferðinni, eins og í öðrum löndum mun vera gert. Þrifnaði við barnsfæðingar
mun vera mjög ábótavant oft og liðum.
12. læknishérað. Perforatio á dauðu barni vegna grindarþrengsla. Konan dó
af collaps rétt á eftir. Eclampsia 2, föst fylgja 1.
17. læknishérað. Læknir viðstaddur eina fæðingu, sem gekk án aðgerðar.
19. íæknishérað. Tvær tangarfæðingar.
20. læknishérað. Ein tangarfæðing vegna hríðaleysis, barnið andvana, ein
fylgja sótt.
IV. Slysfarir.
1. læknishérað. Ambustio 7, congelatio 5, contusiones 12, corpus alienum nasi 2,
auris 1, pharyngis 3, femoris 2, rnanus 5, distorsio 7, fract. radii 3, femoris 1, tibiae 1,
lux. hurneri 2, cubiti 1, vulnera varia 15.
2. læknishérað. Commotio cercbri 1, congelatio 9, contusio 21, corpus alienum 1,
distorsio 9, lux. 1, vulnus 10, fract. costae 2, femoris 1, radii 1, Iux. axillaris 1.