Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 114
1889
112
V. Ymislegt.
1. Sjúkrahús.
I. læknishérað. Á sjúkrahúsinu í Reykjavík lágu 40 sjúklingar á árinu, þar af
3 frá fyrra ári. 29 voru brautskráðir eftir fullnaðarlæknismeðferð, 2 dóu, og 2 voru
eftir um áramót. Legudagar brautskráðra voru 1296, en dáinna 14. Meðaltalslegudaga-
fjöldi á hvern brautskráðan var 34, en 7 á hvern dáinn.
II. læknishérað. Á sjúkrahúsinu á Akureyri lágu 13 sjúklingar á árinu, allir
íslendingar. Legudagar voru 349. Sjúkdómar voru þessir: Caries et necrosis maxillae
inf. 1, fract. fibulae 1, hysteria et chlorosis 1, icterus catarrhalis 1, morbus mentalis
2, panaritiuin tendinosum 1, paresis et anaesthesia extremitatum sin. 1, pleuritis 1,
pl. exudativa 1, tumor cysticus mammae 1, echinococcus hepatis 1, ulcus cruris 1.
2. Bólusetningar.
Landlæknir telur bólusetningu í góðu lagi.
1. læknishérað. 99 börn voru bólusett í bænum, en 34 utan bæjar.
2. læknishérað. Almenn bólusetning fór ekki fram.
4. læknishérað. Fór eðlilega fram í Snæfellsnessýslu, en ekki í jafngóðu lagi
í Dalasýslu.
5. læknishérað. Fór víða fram
9. læknishérað. Fór fram í 4 prestaköllum.
10. læknishérað. Bólusett 16 börn.
13. læknishérað. Bólusetning í ólagi.
15. læknishérað. Bóla talin hafa komið út á 115, en tölu bólusettra ekki getið.