Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Side 116
1890
I. Fólksf jöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfjöldi á öllu landinu í árslok 1890 69977 (69574).
Lifandi fæddust 2189 (2180) börn, eða 31,3%0 (31,3%c).
Andvana fæddust 79 (85) börn, eða 34,8%e (37,5%0) fæddra. Tvíburafæðingar
voru 49, þriburafæðing 1.
Manndauði á öllu landinu var 1954 (1091) menn, eða 27,9%0 (15,7%0).
Á 1. ári dóu 523 (204) börn, eða 238,9%c (93,6%0) lifandi fæddra.
Af slysförum dóu 75 (67 drukknuðu, 8 vegna annarra slysa).
Sjálfsmorð voru 7.
II. Sóttarfar og sjúkdómar.
Á árinu gengu tvær farsóttir. Influenza kom til landsins um vorið og fór um
allt land á 3 mánuðum. Um haustið byrjaði kikhósti að ganga og gekk það, sem
eftir var ársins. Manndauði varð mikill í heild og ungbarnadauði rösklega 2%
sinnum meiri en árið á undan. Skráð farsóttatilfelli voru 4194. Um mannslát af
völdum farsótta í heild verður ekki vitað, en landlæknir gizkar á, að úr inflúenzu
hafi dáið 221 manns og úr kikhósta 478, að langmestu leyti börn.
A. Bráðar farsóttir.
1. Hlaupabóla (varicellae).
Á skrá í 4 héruðum, alls 39 tilfelli.
2. Barnaveiki (diphtheritis et croup).
Á skrá eru 6 tilfelli af diphtheritis í 3 héruðum og af croup 4 tilfelli í 3 héruðum.
Barnaveiki gerir því óvenjulítið vart við sig
I. læknishérað. Barnaveiki (croup) er hér á síðari árum miklu óalmennari en
áður var. Veit ég eigi til, að eitt einasta tilfelli hafi komið fyrir s. 1. ár, og heldur
ekki hef ég séð neitt tilfelli af diphtheritis.
II. læknishérað. Eitt barn dó úr croup.
12. læknishérað. Tvö börn dóu úr croup.
19. læknishérað. 2 dóu.