Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 117

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 117
115 1890 3. Inflúenza. Af inflúenzu eru skráð 2319 tilfelli í 11 héruðum, og er sú skráning augljós- lega mjög ófullkomin, svo sem við er að búast. Sumir héraðslæknar sleppa alveg að skrá veikina. í 4. héraði segir á farsóttaskrá: „Var almenn frá miðjum júní til síðast í sept.“ í 6. héraði eru skráð í júní „ca. 1000“ og í júlí „ca. 3000“ tilfelli, en siðan strikað yfir báðar tölurnar. Veikin byrjaði samtímis í Vestmannaeyjum og á Austfjörðum, fór um allt land og var bráðnæm, og telja sumir læknar, að hún hafi tekið nær hvert inannsbarn í héruðum Jieirra. Flestum læknum ber saman um, að hún hafi einkum lagzt á fólk eftir 6 eða 8 ára aldur, en yngri börn hafi annaðhvort fengið hana væga eða alls ekki. Um sóttarþunga virðist hún ekki hafa verið frá- brugðin venjulegum inflúenzufaröldruin. 1. læknishérað. Byrjaði í maí og hélzt við fram í ágúst, tók nálega alla, og fylgdi henni í mörgum lungnabólga, sem drap nokkra menn (7 dóu). 3. læknishérað. Gekk yfir héraðið á mánuði (júní—júlí), tók einkum fólk á 10—60 ára aldri, sjaldgæft að börn yngri en 10 ára veiktust til muna. Var yfirleitt væg og ekki mannskæð. Af þeim 85 sjúldingum, er leituðu minnar hjálpar, er mér ekki kunnugt um, að nokkur hafi dáið, en getið heyrði ég um nokkurra manna lát, er munu hafa dáið úr sóttinni eða fylgikvillum hennar. Mest virtist bera á áhrifum sóttarinnar á taugakerfið (neuralgia, neurosis), þar næst á andardráttarfærin með hósta og kvefi og í nokkrum tilfellum (8) lungnabólgu, sjaldnar kverkabólgu, maga- eða garnakvefi og hlustarbólgu. 4. læknishérað. Gekk aðallega í héraðinu í júlí og ágúst og tók flesta. Þó tók hún fá börn yngri en 6 ára. Að minni hyggju er ekki auðvelt að gera upp á milli „miasmatiskrar“ og „kontagiösrar“ útbreiðslu, þar sem sannanleg og greinileg dæmi eru um hvoratveggja. Er það fræðileg fjarstæða að ætla, að sjúkdómur eða sjúk- dómsmynd geti, eftir aðstæðum, þróazt á mismunandi hátt? Einkennin voru hin sömu og marglýst hefur verið. Recidiv voru mjög algeng og stöfuðu af ógætilegri meðferð. Af lungnabólgu voru aðeins fá tilfelli. Manndauði var lítill, og að því er ég bezt veit, dóu aðeins þeir, sem voru veiklaðir fyrir af brjóstsjúkdómum, elli eða öðru. Meðferð var symptomatisk. Sem specifica var sérstaklega notað antifebrin og kinin, hið síðarnefnda eftir minni reynslu með beztum árangri. — 11 taldir dánir. 6. læknishérað. Inflúenza barst hingað eftir miðjan júní og breiddist út mjög fljótt um allt héraðið. Af henni veiktust nærri allir, ungir og gamlir. Hún varaði almennt 2—5 daga, en í mörgum, einkum gömlu fólki, kom upp úr henni krónisk bronchitis. Sótt þessi mátti að vísu ekki heita mannskæð að mun, en úr henni eða afleiðingum hennar dóu þó mörg gamalmenni. — Á farsóttaskrá ,eru „ca. 20“ taldir dánir úr veikinni, en síðan strikað yfir töluna. 7. læknishérað. Inflúenzan barst í héraðið seint í júní og breiddist út með mikl- urn hraða, var komin um allt héraðið í júlílok og virtist um garð gengin um miðjan ágúst. Hún tók flesta héraðsbúa, en var yfirleitt fremur væg. í nokkrum tilfellum fylgdi henni lungnabólga, og dó einn maður úr henni. í lok september byrjaði aftur kvefsótt með sömu einkennum, og hef ég talið hana til inflúenzu á farsóttaskýrslu. Þó lagðist þessi veiki meira á meltingarfærin en hin fyrri. 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.