Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1890, Page 122
1890
120
8. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Aðeins 1 tilfelli á skrá.
9. Heimakoma (erysipelas).
Skráð 28 tilfelli í 9 héruðum.
10. Gigtsótt (febris rheumatica).
Á skrá í 3 héruðum, alls 13 tilfelli.
11. Lungnabólga (pneumonia crouposa).
Á skrá eru 267 tilfelli í 13 héruðum. Á farsóttaskrá eru 39 taldir dánir.
1. læknishérað. Inflúenzunni fylgdi illkynjuð lungnabólga, og varð flestum, sem
hana fengu, að fjörtjóni. Á sumum var það hin greinilegasta pneumonia crouposa,
en á öðrum bronchopneumonia. — 5 taldir dánir.
3. læknishérað. Þrír taldir dánir úr lungnabólgu.
10. læknishérað. Þrír létust úr lungnabólgu.
12. læknishérað. Úr lungnabólgu dóu 5.
13. læknishérað. Stakk sér niður og varð nokkrum mönnum að bana.
19. læknishérað. Eftir að inl'lúenzan var hætt, var heilbrigði í héraðinu mjög
slæm, og var það einkum lungnabólga, sem sýndi sig mjög oft bæði á ungum og
gömlum.
20. læknishérað. 5 létust úr lungnabólgu.
12. Kvefsótt (bronchitis et pneumonia catarrhalis).
Á skrá eru 580 tilfelli í 12 héruðum. Á farsóttaskrá eru 15 taldir dánir.
3. læknishérað. Byrjaði hér snennna í nóvember og var þannig samfara kik-
hóstanum. Hagaði sér líkt og hún er vön, var í mörgum væg og hitasóttarlaus. Hún
lagðist einkum þungt á ungbörn og gamalmenni og hagaði sér að því leyti ólíkt
inflúenzunni. Tveir taldir dánir.
4. læknishérað. 1 kjölfar inflúenzunnar fór kvefsótt, og fylgdi henni einkum í
börnum sérkennilegur ertandi, kitlandi hósti. Ekki gat ég þó álitið, að um kikhósta
væri að ræða, en hann hefur annars gengið víðast hvar á landinu. Til þess voru
köstin ekki nógu heiftarleg, sog heyrði ég aldrei, og auk þess stóð sjúkdómurinn
of stutt, þótt recidiv væru algeng.
10. læknishérað. í desember gekk mjög þungt kvef í börnum.
13. læknishérað. Ofan á kikhóstann kom hér vont kvef (inflúenza?), einkum á
börnum, og urðu mörg þungt haldin af því.
20. læknishérað. í byrjun nóvember hófst kvefsótt á börnum og fáeinum ungum
mönnum. Engan dró hún til bana.