Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Side 29
Sæl. Er hægt að kom-ast yfir framhjáhald? Hvernig?
Bestu kveðjur,
Par í framhjáhaldsvanda
Flestir reyna að
laga sambandið
Kæra par í framhjáhalds-
vanda. Létt og laggóð spurn-
ing, en vissulega efni sem
hægt að væri að svara í mik-
illi langloku og því miður efni
sem allt of mörg pör leita
svara við. Áður en ég held
áfram þá er ekki hægt að líta
framhjá þeirri staðreynd að
framhjáhald er ein af þremur
algengustu ástæðum sam-
bandsslita. Það segir okkur
að mörg pör þola ekki slíkar
uppákomur.
Sem hjónabandsráðgjafi
gefur það þó augaleið að mörg
pör leita til mín með slíkan
vanda. En þegar fólk er kom-
ið í sófann til mín þá er það
búið að taka ákvörðun um að
reyna að fá hjálp. Hin pörin,
þ.e. þau sem skilja, þau koma
ekki endilega til mín. Þess
vegna er það mín reynsla að
flestir segja: „Ég myndi aldr-
ei láta bjóða mér framhjá-
hald“ en þegar á hólminn er
komið þá reyna flestir að laga
og byggja upp samband á ný
eftir slík áföll. Stundum tekst
það, stundum ekki.
Ekki sama framhjáhald
og framhjáhald
Hér verðum við að hafa í
huga að framhjáhald og
framhjáhald er ekki alveg
það sama. Framhjáhald
er trúnaðarbrestur í par-
sambandi en getur birst
með margskonar hætti. Þið
spyrjið „hvernig er hægt að
komast yfir framhjáhald?“
og í ljósi skilgreiningarinnar
væri einfaldasta svarið: „Að
byggja upp traust á ný“.
Hér er gott að greina á
milli virðingar og trausts.
Ef gagnkvæm virðing milli
pars er farin úr parsambandi
þá getur reynst ansi erfitt
að skapa þá virðingu á ný.
Annað hvort er virðing milli
fólks eða hún er farin. Mér
finnst annað gilda um traust,
það getur dvínað og jafnvel
horfið en það eru til leiðir til
þess að byggja það upp á ný.
En auðvitað er þetta tvennt
nátengt. Það er ákveðið virð-
ingarleysi að halda fram hjá
maka sínum. Aftur á móti, ef
iðrun er til staðar þá má oft
líka greina virðingu og virki-
lega sterkan vilja til þess að
taka til hendinni. Ef svo er, þá
er það hægt.
Getur markað nýtt upphaf
Stundum er sagt að það
sé gott þegar framhjáhald
kemst upp í samböndum og
ástæðan fyrir slíku orða-
lagi er nú yfirleitt að það er
betra að það komi upp en að
það haldist leynt. Eins tala
margir um að slíkt uppgjör
hafi verið upphafið að nýju,
heiðarlegra og betra tímabili
í lífi pars þó erfiðleikar hafi
sett strik í reikninginn.
Til þess að byggja upp
traust þurfa báðir aðilar að
vinna að því og vera tilbúnir
í þá vinnu. Margir hafa þörf
fyrir að kryfja fortíðina, hvað
gerðist og hvernig gat það
gerst? Það er afar skiljan-
legt, en þannig verður ekki til
meira traust. Að ræða fram-
tíðina og þau bjargráð sem
parið hefur til þess að slíkt
endurtaki sig ekki er leið sem
virðist heldur skila tilsettum
árangri.
Í slíkri vinnu er algengt að
sá sem braut trúnað taki sér
ekki „pláss“ í sambandinu.
Viðkomandi fer að tipla á
tánum í kringum maka sinn
og gera allt til að þóknast.
Það hljómar skynsamlegt
en því miður þá grefur það
undan trausti frekar en hitt.
Slík hegðun er ótrúverðug því
hún er fyrst og fremst hugsuð
til þess að valda ekki meiri
sársauka og það veit makinn.
Í þessari stöðu er mikilvægt
að það komi fram hvað báðir
aðilar raunverulega vilja.
Hverju viljið þið breyta í
sambandinu? Var eitthvað
sem þið hefðuð viljað sjá
öðruvísi í sambandinu áður
en til framhjáhaldsins kom?
Og hvað þurfið þið til þess að
koma í veg fyrir að trúnaðar-
brestur endurtaki sig?
Örvæntingarfull
öryggishegðun
Önnur hegðun sem margir
grípa til eftir framhjáhald
heitir öryggishegðun. Þá
er reynt að fyrirbyggja að
nokkur geti haldið nokkru
leyndu með því að skoða
síma, skrolla í gegnum sam-
félagsmiðla, jafnvel nota upp-
tökur eða staðsetningartæki.
Þetta hljómar glórulaust en
þá vil ég minna á að tilfinn-
ingar sem þessar geta fram-
kallað gríðarlega örvæntingu
í fólki, svo mikla örvæntingu
að ástríða er talin ein af fimm
algengustu ástæðum þess
að fólk fremur morð. Í ljósi
þeirrar staðreyndar verður
skroll á samfélagsmiðlum
afar saklaust, en skiljanlegt.
Það sem við þó verðum að
hafa í huga er, hvað er þessi
öryggishegðun að gera fyrir
parið? Er hún að stuðla að
meira trausti eða meiri tor-
tryggni?
Ég mæli alltaf heldur með
samtali og samveru. Opið
samtal um líðan og þarfir auk
uppbyggjandi samveru pars
stuðlar að meiri nánd, skiln-
ingi og auknu trausti. Tíminn
er vissulega dýrmæt breyta
til að lækna sár en hann
þarf að nýta skynsamlega.
Eins einfalt og það hljómar
þá getur mikið skemmtilegt
og lítið leiðinlegt stuðlað að
mun heilbrigðara sambandi
en umræða um svik, vanlíð-
an og trúnaðarbresti. Ef þið
getið sett fókusinn á slíkt þá
er sigurinn unninn. Til þess
að svo megi verða þurfa mörg
pör aðstoð fagaðila. Ekki hika
við að leita ykkur hjálpar, það
getur flýtt bataferlinu og gert
það mun skilvirkara. Gangi
ykkur sem allra best. n
Við hvetjum lesendur til að senda
spurningar og vangaveltur sínar til
Kristínar í tölvupósti á:
hjonabandssaela@gmail.com.
Spurningunum verður svo svarað
hér í Fjölskylduhorninu, að sjálf-
sögðu nafnlaust og í fullum trúnaði.
Fjölskylduhornið
Kristín Tómasdóttir hjónabandsráðgjafi
svarar spurningum lesenda um málefni
er varða fjölskylduna, börnin og ástina
í Fjölskylduhorni DV. Að þessu sinni
svarar Kristín spurningu lesanda sem
er hugsi yfir framhjáhaldi. Sérfræðingur svarar
MYND/GETTY
GETUR SAMBANDIÐ
LIFAÐ AF FRAMHJÁHALD?
DV 19. FEBRÚAR 2021 FÓKUS 29