Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2021, Blaðsíða 37
Bollakökur með smjörkremi
Þessi uppskrif t dugar í um 25
stykki af bollakökum.
2 dl hveiti
1 dl sykur
6 msk. kakó
1 tsk. salt
1 tsk. matarsódi
4 stk. egg
2 tsk. vanillusykur
½ dl olía
1 dl vatn
Aðferð:
Stillið ofninn á 180 gráður.
Sigtið saman hveiti, sykur, kakó,
salt, matarsóda og vanillusykur.
Þeytið saman egg, olíu og vatn þar
til að blandan verður létt og ljós.
Bætið þurrefnunum rólega saman
við og passið að allt blandist vel
saman.
Hellið blöndunni í um 20-25 stk.
bollakökuform, mér finnst gott að
setja bréfformin í silikon bolla-
kökuform, þannig verða kökurnar
fallegri.
Bakið kökurnar í um 15-18 mínútur.
Takið kökurnar úr ofninum og leyfið
þeim að kólna áður en kremið og
skrautið er sett á.
Smjörkrem
500 g smjörlíki (mjúkt)
500 g flórsykur
2 msk. vanilludropar
(bætið matarlit að eigin vali við)
Blandið saman í skál smjörlíki,
flórsykri og vanilludropum og
þeytið vel saman á góðum hraða.
Því lengur sem hrært er því hvítara
verður kremið.
Ég nota svo sprautustút frá Allt í
köku sem heitir 2D, svo skreyti ég
með sælgætikúlum.
Kjötbollur
Þessar Ritzkex-kjötbollur eru ein-
faldar í framkvæmd, bragðgóðar og
slá alltaf í gegn bæði hjá börnum
og fullorðnum. Best er að bera
þær fram með súrsætri sósu. Þessi
uppskrift dugar í um 40 stykki af
litlum kjötbollum.
500 g nautahakk
1 stk. egg
150 g Ritzkex (mulið)
Smá krydd, ég nota salt og pipar til
að bragðbæta.
Takið Ritzkex og hakkið niður mjög
fínt (nánast eins og krydd).
Bætið nautahakkinu saman við
ásamt einu eggi og kryddið með
salti og pipar og hnoðið allt vel
saman.
Útbúið litlar kúlur og steikið á pönnu
til að loka kjötbollunum aðeins og
setjið þær svo í eldfast form og inn
í ofn í um 20 mín. við 200 gráðu hita.
Berið fram með sósu til hliðar.
Marengs með karamellu og rjóma
Falleg og góð marengskaka er alltaf
tilvalin í veislur, hérna ákvað ég að
gera smá breytingu og taka til hliðar
smá part af marengsblöndunni, lita
hana með bleikum matarlit og nota
mismunandi sprautustúta til að fá
fallega marengstoppa til að skreyta
kökuna með.
Marengsbotn
4 stk. eggjahvítur
200 g sykur
2 tsk. vanilludropar
400 ml rjómi
Byrjið á að stilla ofninn á 150 gráður.
Klæðið bökunarplötu með bökunar-
pappír.
Þeytið eggjahvítur þar til þær fara
að freyða vel og hellið sykrinum
hægt og rólega saman við, vanillu-
droparnir fara svo næst saman við.
Þeytið vel saman eða þar til að stíf
marengsblanda myndast.
Hellið marengsblöndunni á bökunar-
pappírinn og myndið tvo jafna hringi
og sléttið vel úr. Takið aðeins af
blöndunni til hliðar, litið með matar-
lit, setjið í sprautupoka og sprautið
með mismunandi sprautustútum
á sér bökunarplötu með bökunar-
pappír undir.
Bakið í 40 mínútur, takið út úr ofn-
inum og látið kólna.
Þeytið rjóma og leggið á milli botn-
anna.
Setjið karamelluna yfir kökuna og á
milli botnanna.
Skreytið að vild, sjá meðfylgjandi
mynd.
Karamella
4 stk. eggjarauður
60 g flórsykur
50 g smjör
200 g mjólkursúkkulaði
Bræðið saman í potti smjör og
súkkulaði við vægan hita og hrærið
vel í, leyfið aðeins að kólna.
Hrærið saman eggjarauður og flór-
sykur.
Bætið svo súkkulaðinu saman við
flórsykurblönduna og hrærið vel
saman og hellið yfir kökuna og milli
botnanna.
STÍLISERING
Kökudiskar gera einfalda rétti
mun veglegi. Þessir fallegu diskar
fást í nokkrum litum og stærðum á
hulan.is en einnig má finna ódýra
kökudiska í Ikea og víðar.
Blómin bæði í vösunum og til
skreytingar á kökunni eru frá
Blómagallerí á Hagamel. Hægt
er að panta skreytingar eftir lita-
þema og nýta einnig fersk blóm í
kökuskreytingar.
Bollakökuformin, sælgætiskúlur
sem notaðar eru á bollakökurnar
og sprautustútar fást hjá Allt í
köku.
Wilton kökuform Allt í köku.
Sælgætispokar og gylltar tangir
fást hjá Søstrene Grene.
Servéttur og kerti Søstrene
Grene.
Blómalímband Blómaval.
SNITTUBRAUÐ
Snittubrauð er hægt að útfæra á
allskonar skemmtilegan máta, hérna
má sjá eina útgáfuna með hvítlauks-
hummus, fersku káli, piccolo-tóm-
ötum og mozzarellaosti og svo er
einnig hægt að setja góðan ost eins
og Brie og fersk jarðarber.
HEIT RÚLLUBRAUÐ
Mér fannst tilvalið að skella í nokkur
rúllubrauð, skera þau niður í jafnar
og fallegar sneiðar. Ég ákvað að fylla
brauðin með aspas úr dós, sveppa-
osti og skinkubitum. Ég setti þetta
allt saman í pott við vægan hita
og blandaði vel saman, smyr rúllu-
brauðin að innan með blöndunni og
rúlla þeim svo upp, smyr þau með
einu þeyttu eggi og strái ost yfir. Ég
set svo brauðin í ofninn á 180 gráður
í um 20 mínútur eða þar til að ostur-
inn er vel bráðnaður.
TORTILLAKÖKUR
Fylltar með hummus, paprikubitum
og káli, upprúllað og skorið niður í
bita.
DV 19. FEBRÚAR 2021 MATUR 37