Fréttablaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 6
LOFTSLAGSBREYTINGAR „Upplýs- ingafundur almannavarna“ var haldinn á Austurvelli í gær. Í þetta sinn var það ekki þríeykið góð- kunna, Alma, Víðir og Þórólfur, sem fór yfir stöðu heimsfaraldurs COVID-19, heldur þríeyki sérfræð- inga í loftslagsmálum sem fór yfir stöðu heimsfaraldurs í loftslags- breytingum. Um er að ræða mánaðarlegan fund á vegum Ungra umhverfis- sinna, St údent aráðs Háskóla Íslands og Landssamtaka íslenskra stúdenta. Yfirlýst markmið er að kalla eftir því að Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og að ríkisstjórnin taki yfirvofandi ógn hnattrænnar hlýnunar jafn föstum tökum og heimsfaraldur COVID-19. „Við getum öll tekið höndum saman og leyst stór vandamál þegar þau steðja að okkur og lofts- lagsbreytingar eru svo sannarlega risastórt vandamál sem steðjar að okkur og ekki bara okkur heldur líka framtíðarkynslóðum,“ sagði Sævar Helgi Bragason, sem stýrði fundinum. Elín Björk Jónasdóttir, veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands, fór yfir nýjustu tölur á magni koltví- sýrings í andrúmsloftinu og áhrif þess á hitastig jarðarinnar. „Við stöndum hérna í vorveðri í Reykjavík,“ sagði Elín, en sam- kvæmt henni hefur hitastigið í höfuðborginni í febrúar verið 1,58 °C yfir meðaltali, miðað við nýja hlýja meðaltalið 1991–2020. Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, jöklafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, sem starfað hefur fyrir vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, fór yfir ástand íslensku jöklanna. Samkvæmt Guð- finnu stendur nú yfir alheimsfar- aldur hjá jöklum heimsins og hvatti hún íslensk stjórnvöld til að bjarga jöklunum með því að standa við markmið Parísarsamkomulagsins. Sigurður Loftur Thorlacius, með- limur loftslagsráðs, fór yfir nýjustu tölur í losun gróðurhúsaloftteg- unda í heiminum. Samkvæmt Sig- urði dróst losun heimsbyggðarinn- ar saman um 4 prósent árið 2020 í kjölfar heimsfaraldursins, en í lok árs var hún komin aftur í sama horf. Fjölmargir fylgdust með fund- inum í Facebook-streymi en dygg- ustu stuðningsmennirnir mættu í eigin persónu. Þeirra á meðal var menntaskólaneminn Ásthildur Emilía Þorgils, sem hefur mætt á nánast öll loftslagsverkföllin síðan þau hófust 2019 og er mjög ósátt við framgöngu stjórnvalda. „Mín kynslóð er alveg að vakna fyrir þessu og bara að segja ‚hey, þetta er framtíðin okkar! Hættið að hugsa um peninga og hugsið um okkur, við erum börnin ykkar! Ég held að við séum mjög reið og mjög ósátt. Þið segið alltaf við okkur, farið í skóla, þið þurfið að fá háar einkunnir til að eiga góða framtíð, en það er engin góð framtíð sem er í gangi.“ – þsh Lýst verði yfir neyðarástandi vegna hnattrænnar hlýnunar Ungir umhverfissinnar, Stúdentaráð Háskóla Íslands og Landssamtök íslenskra stúdenta, krefjast þess að íslensk stjórnvöld taki loftslagsmálin jafn föstum tökum og COVID-19. Sævar Helgi Bragason stýrði fundi á Austurvelli í gær þar sem þríeykið í loftslagsmálum fór yfir baráttuna gegn loftslagsvánni. ÍSRAEL Bar í ísraelsku borginni Tel Aviv var notaður sem bólusetn- ingarmiðstöð á fimmtudag. Þeir sem nýttu sér þjónustuna fóru ekki þyrstir heim því boðið var upp á drykk á vegum hússins fyrir þá sem luku COVID-19 bólusetningu. Til að gæta fyllsta öryggis voru drykkirnir áfengislausir. Ísrael er það land þar sem gengið hefur einna hraðast að bólusetja almenning en rúm 43 prósent af 9 milljónum íbúa hafa fengið fyrsta skammt af bóluefni Pfizer. – þsh Drykkur í boði með bóluefninu Ungur Ísraeli þiggur drykk eftir bólusetningu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Tryggðu þér miða borgarleikhus.is Sölumaður deyr Frumsýning í kvöld Sigurður Loftur Thorlacius fer yfir stöðuna í loftslagsmálum fyrir hönd þríeykisins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hættið að hugsa um peninga og hugsið um okkur, við erum börnin ykkar! Ásthildur Emilía Þorgils, nemandi í Flensborgarskóla MENNTAMÁL Fjármálalæsi hefur fengið minna vægi í grunnskólun- um, þvert á yfirlýsingar ráðamanna á undanförnum árum. „Á meðan löndin í kringum okkur keppast við að efla fjármála- læsi í menntakerfum sínum hafa íslenskir stjórnmálamenn áhyggj- ur af að ekki sé lögð næg áhersla á kristinfræði í skólum,“ segir Alma Björk Ástþórsdóttir, meistaranemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Alma hefur rannsakað fjármálalæsi og borið saman námskrár undan- farinna ára. Með námskránni árið 2013, í ráðherratíð Katrínar Jakobs- dóttur, átti að auka fjármálalæsi, en í áfangamarkmiðum urðu að lokum færri atriði er lúta að fjármálalæsi en í námskránni frá 2007. Á þetta einkum við í stærðfræði en einnig í samfélagsfræði og heimilisfræði. Þá urðu markmiðin einnig loðn- ari og almennari. Í eldri útgáfunni var skýrt fjallað um hugtök eins og laun, vexti, raðgreiðslur og afslætti. Nýlega stigu fram fjórir nemend- ur 10. bekkjar í Víðisstaðaskóla og sögðu kennsluna í litlum tengslum við líf þeirra og notagildi. Tiltóku þau fjármálalæsi sérstaklega. Alma bendir á að í samfélagsfræði séu 54 hæfniviðmið og 10 þeirra lúti að trú en aðeins eitt að fjármálum. „Það eru því margfalt f leiri kennslustundir eyrnamerktar trú- fræði en fjármálum,“ segir Alma og vísar til nýlegs kristnifræðifrum- varps ellefu þingmanna. Bendir Alma á að OECD hafi skilgreint fjármálalæsi sem einn af fjórum þáttum lykilhæfni 21. aldarinnar og börn á unglingastigi taki daglega fjárhagslegar ákvarð- anir. Faraldurinn og efnahagslegar af leiðingar hans séu ástæða til að staldra við og endurskoða skóla- kerfið. „Eða ætlum við börnunum okkar og þjóðinni að komast í gegnum fjárhagslegar áskoranir á trúnni einni saman? “ spyr Alma. – khg Fjármálalæsi minna í skólum þrátt fyrir loforð stjórnmálamanna Eða ætlum við börnunum okkar og þjóðinni að komast í gegnum fjárhagslegar áskoranir á trúnni einni saman? Alma Björk Ástþórsdóttir, meistaranemi í við- skiptafræði Síðast lenti geimjeppi frá NASA á Mars á árinu 2011. MYND/NASA M A R S Banda r íska geim ferða- vísinda stofnunin NASA hefur birt myndir af lendingu geim jeppans Per se verance á Mars og boðar fleiri. Ekki er ljóst hvort lendingin hafi heppnast fullkomlega en NASA segir út litið gott. Per se verance mun senda mikið magn gagna til jarðar ef allt gengur vel, meðal annars mynd bönd. – þp Mynd birt af Marslendingu 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.