Fréttablaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 24
Svartur sandur nefnist verk-efni sem Einar Magnús Magnússon vinnur að. Það eru sjónvarpsþættir sem fjalla um ótrúlegar mann-raunir þýskra sjómanna
sem strönduðu skipi sínu, Friedrich
Albert, á Skeiðarársandi í janúar
1903. Eftir tvísýna baráttu um borð
í strönduðu skipinu komust þeir í
land holdvotir og ráfuðu um sand-
inn í illviðri í ellefu daga, kaldir og
matarlitlir, áður en þeir komust til
byggða og voru þá sumir berfættir.
Tveir dóu á leiðinni og einn hvarf.
Nú fyrir skömmu, á sama árstíma,
fór Einar Magnús á strandstaðinn,
með nokkrum félögum. Þó veður
væri hið fegursta, þeir í ullar- og
hlífðarfötum, vel skóaðir og með
ísbrodda, þá fengu þeir að kynn-
ast kuldanum á Skeiðarársandi
og lenda í nútímastrandi með því
að festa bílana. „Okkur þóttu fjar-
lægðirnar miklar á sandinum þótt
við værum á f ljúgandi og akandi
farartækjum. En allt mögl varð
líkast aumu væli þegar aðstæður
okkar voru bornar saman við þær
sem skipbrotsmenn lentu í,“ segir
Einar Magnús, sem komst á ævin-
týralegan hátt yfir endurminn-
ingar þýska skipstjórans um þrek-
raunirnar 1903. „Það var bara eins
og hinn týndi kaleikur,“ segir hann
og hefur nú skrifað handrit að átta
leiknum sjónvarpsþáttum, byggt
meðal annars á þeim heimildum.
„Skipið strandaði austan til á
Skeiðarársandi og eftir villur á
sandinum bar mennina til vesturs
og stundum óðu þeir vötn í brjóst-
hæð. Frá strandstað eru nú um 20
kílómetrar að Hvalsýki sem eru ósar
Núpsvatna og f leiri áa. Á tíunda
degi tókst mönnunum að komast
þar yfir á lítilli skektu sem þeir
höfðu útbúið úr braki skipsins og
dregið með sér. Þeir hírðust yfir nótt
í miklum kulda á sunnanverðum
Brunasandi og fylgdu þaðan spor-
um sem þeir fundu upp að Orustu-
stöðum, þar sem fátæk hjón bjuggu
ásamt dóttur sinni, skammt frá jaðri
Skaftáreldahrauns. Þennan dag sem
við vorum á strandstaðnum, voru
akkúrat 118 ár liðin frá þeim degi,“
útskýrir Einar Magnús.
Hlúð var að mönnunum af mik-
illi kunnáttu og ósérhlífni, að sögn
Einars Magnúsar. „Menn lögðu sig í
lífshættu við að sækja lækni austur
í Hornafjörð á hestum, um 200
kílómetra hvora leið, yfir stórfljót
og sanda. Það eru margar hetjur í
þessari sögu, þar á meðal íslensku
hestarnir. Á læknisheimilinu á
Breiðabólsstað á Síðu voru síðan
framkvæmdar af limanir vegna
hættulegra kalsára á fimm mönn-
um við mjög frumstæðar aðstæður.
Húsfreyjan hafði sótthreinsað allt
heimilið áður og þegar skipbrots-
menn komu til Þýskalands ætluðu
læknar þar ekki að trúa hversu vel
aðgerðirnar hefðu tekist.“
Handrit Einars Magnúsar er nú
í yfirlestri. Þættirnir munu lúta
lögmálum kvikmyndarinnar þó
sannleikanum sé haldið til haga,
að hans sögn. „Auk hrakninganna
eru ákveðin átök sem aðalpersóna
Svarts sands gengur í gegnum og
eru ekki leiddar til lykta fyrr en í
lok þáttanna í Þýskalandi.“
Einar Magnús segist vera að
leggja upp í kynningu á handrits-
drögunum og verkefninu með
stuðningi góðra aðila. „Svo þarf
fjármagn og framleiðendur. Þetta
er stórt. Ég vil frekar sjá handritið
ofan í skúffu hjá mér en að þessi
stórbrotna og mikla saga sé sögð af
vanefnum.“
ALLT MÖGL VARÐ LÍKAST
AUMU VÆLI ÞEGAR AÐ-
STÆÐUR OKKAR VORU
BORNAR SAMAN VIÐ ÞÆR
SEM SKIPBROTSMENN
LENTU Í.
Okkur þóttu
fjarlægðirnar miklar
Einar Magnús Magnússon vinnur að ritun handrits að sjónvarps-
þáttum um hrakningar strandmanna á Skeiðarársandi í janúar
árið 1903. Hann heimsótti nýlega söguslóðir með vöskum hópi.
Leiðangursmenn 2021: Árni Sveinsson kvikmyndagerðarmaður, Magnús Leifur Sveinsson hljóðmaður, Einar Magnús Magnússon, kvikmyndagerðarmaður og handritshöfundur, Eyþór Eðvalds-
son áhugamaður, Kristinn Kristinsson og Hörður Ágúst Harðarson leiðangursstjórar, Gísli Daníel Reynisson, eigandi stærstu farartækja leiðangursins og Haraldur Bjarnason tökustaðarstjóri.
Leiðangursmenn lentu í nútímastrandi þegar þeir festu bílana en allt fór vel
enda vanir menn á staðnum og allir sem einn vel búnir og með ísbrodda.
Eins og sjá má er Skeiðarársandur
nú ekki svartur heldur hvítur.
Einar Magnús hefur unnið að verkefninu Svartur sandur um árabil en það
var útgerðarfélagið Bergur-Huginn sem styrkti þá félaga til leiðangursins.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð