Fréttablaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 2
SAMGÖNGUMÁL Fargjöld í ferjuna Sæfara, sem siglir milli Dalvíkur, Hríseyjar og Grímseyjar, munu hækka um 12 prósent í maí næst- komandi samkvæmt áætlun Sam- skipa og Vegagerðarinnar. Endanleg ákvörðun liggur þó ekki fyrir. Einnig er áætlað að farmgjöld hækki um 14 prósent. Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur mótmælt fyrirhuguðum gjald- skrárbreytingum harðlega, en bæði Hrísey og Grímsey tilheyra sveitar- félaginu. Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi segir bæjarráð ekki hafa fengið nein viðbrögð frá Vega- gerðinni við mótmælunum, en þeim er ekki síst beint til löggjafans. Hilda segir að taka verði umræðu um þjóðferjur til byggðra eyja, það er að Vegagerðin skuli líta á ferjur til þeirra eins og aðra þjóðvegi og verði þá gjaldfrjálsar. Kostnaður sé við almenna vegagerð, rétt eins og ferjusiglingar. „Þetta eru í rauninni veggjöld á suma landsmenn,“ segir Hilda. Málið sé í eðli sínu byggðamál, hvort sam- félagið vilji styðja við byggð í eyjum. „Fólk þorir ekki að segja hvar á að vera byggð og hvar ekki. En aðgerða- leysi er líka aðgerð.“ Með því að gera fólki erfiðara og kostnaðarsamara um vik að búa á ákveðnum stöðum sé verið að veikja búsetugrundvöll- inn. Núverandi verðskrá Sæfara hefur gilt frá árinu 2018. Samkvæmt henni greiða fullorðnir 1.500 krónur fyrir staka ferð milli Dalvíkur og Hrís- eyjar og 3.000 til Grímseyjar. Ekki er afsláttur gefinn fyrir miða fram og til baka en ellilífeyrisþegar, öryrkjar og börn, 12 til 15 ára, greiða hálft gjald og ókeypis er fyrir börn undir 12 ára. Telur Hilda að ferðirnar ættu að vera gjaldfrjálsar, að minnsta kosti fyrir íbúa eyjanna. En ókeypis far- gjöld fyrir alla myndu einnig styðja vel við ferðaþjónustuna í þessum byggðum, sem eru skilgreindar sem brothættar. Í Hrísey búa um 160 manns og þar er meiri þjónusta á staðnum en í Grímsey þar sem aðeins búa um 60 manns og mun lengra að sigla. Í báðum eyjum eru íbúar sem þurfa að fara oft upp á land til að sækja þjónustu. Nefnir Hilda læknisþjón- ustu og menntaskóla sem dæmi. „Með hækkun fargjalda ímynda ég mér það að vöruverð hækki í eyjunum. Ef ég væri að reka verslun og þyrfti að greiða aukalega fyrir f lutning myndi ég þurfa að koma því út í verðlagið,“ segir hún. Engin verslanakeðja sé í eyjunum, sem lofi sama vöruverði um allt land, heldur aðeins litlar verslanir. Tvær aðrar eyjur eru í byggð, Heimaey í Vestmannaeyjum og Flatey á Breiðafirði. Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp Karls Gauta Hjaltasonar og 13 annarra þing- manna Miðf lokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um þjóðferjur. En samkvæmt því yrðu ferjurnar hluti af grunnkerfi samgangna landsins. kristinnhaukur@frettabladid.is Þetta eru í rauninni veggjöld á suma landsmenn Hilda Jana Gísla- dóttir, bæjarfull- trúi Samfylkingar Borgarmyndin breytist Hörð mótspyrna gegn verðhækkun í ferjum Bæjarráð Akureyrar mótmælir hækkuðum fargjöldum og farmflutninga- gjöldum í Sæfara, ferjuna út í Hrísey og Grímsey. Líta eigi á ferjurnar eins og aðra þjóðvegi, því að aukinn kostnaður skerði búsetumöguleika í eyjunum. Áætlað er að gjald í Sæfara hækki um 12 prósent í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Millimál í fernu VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN Næring+ er á lista Sjúkratrygginga Íslands yfir niðurgreidd næringarefni fyrir þá sem eiga gilda innkaupaheimild. Verið er að rífa byggingu á horni Katrínar túns og Bríetar túns í Reykja vík. Þarna var GJ Fossberg hf. tíl húsa, eftir að fyrirtækið f lutti þangað árið 1965. Við hlið þessa húss stóðu áður höfuð stöðvar WOW air sem hætti starf semi árið 2019. Sú bygging hefur þegar verið rifin. FRÉTTA BLAÐIÐ/VALLI SAMFÉLAG Miklar umræður hafa skapast í Facebook-hóp íbúa í Laugarneshverfi undanfarna daga vegna ljósmynda sem voru birtar þar af rusli sem hent hefur verið á lóð á Hallgerðargötu. Lóðin er í eigu Brynju, leigu- félags Öryrkjabandalags Íslands, og stendur við fyrrum höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi, sem voru teknar úr notkun árið 2017 vegna myglu. Að sögn íbúa í hverfinu hefur rusl verið að safnast fyrir á lóðinni und- anfarnar vikur og er líkast því að einhverjir aðilar séu kerfisbundið að henda úrgangi þar í stórum stíl. Starfsmenn fasteignaumsjón- ar  Brynju gátu ekki tjáð sig um málið að svo stöddu. – þsh Gremja vegna sóðaskapar Það kennir ýmissa grasa í ruslabingnum á Kirkjusandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FLUGMÁL Banda ríska f lug mála- eftir litið fylgist með öllum flugum Boeing -737 MAX véla með gervi- hnöttum. Þoturnar eru aftur komn- ar í notkun eftir tæp lega tveggja ára kyrr setningu vegna tveggja f lug- slysa þar sem 346 fórust. Stofnunin hefur aldrei áður stundað jafn víð tækt eftir lit með á- kveðinni flug véla tegund og nær það til f luga MAX-véla um heim allan. Náið er fylgst með öllu ferli vélanna, frá f lug taki til lendingar, með nýrri tækni sem streymir gögn- um frá vélunum á hálfrar sekúndu fresti. Hægt er að sjá hversu oft hver vél tókst á loft, hve lengi hún flaug og ef eitt hvað kemur upp á. Icelandair á MAX-vélar og hefur fest kaup á fleirum. Félagið stefnir að því að hefja flug með þeim í mars. Nú er verið að þjálfa flug menn Icel- andair í notkun þeirra. – þp Gervi hnettir fylgjast með MAX-vélum Fyrstu Boeing 737 MAX var flogið 2016. FRÉTTA BLAÐIÐ/SIG TRYGGUR ARI 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.