Fréttablaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 18
SVO ER ÉG AÐ VONAST TIL AÐ ÞEIR FINNI JARÐ- SKJÁLFTA SEM ERU TÍÐIR Á ÞESSU SVÆÐI. ÉG VIL NOTA TÆKIFÆRIÐ OG ÞAKKA KENNURUM OG LEIKSKÓLAKENNURUM FYRIR SÉRSTAKAN HETJU- SKAP Á ÞESSU ÁRI. Risaeðluleit í Viðey Rithöfundurinn Þóra Karítas Árna- dóttir ætlar að vera í fjölskyldufríi í bænum um helgina en stefnan er þó alls ekki að taka því rólega. Hvað á að gera um helgina? „Við verðum í bænum um helgina og mér sýnist á öllu að við séum ekk- ert að fara að taka því mjög rólega í þetta sinn en þetta verður svona menningarhlaðin helgi í bland við barnafmæli og barnaleikhús. Á laugardaginn erum við að fara að sjá Stúlkuna sem stöðvaði stríðið með leikhópnum 10 fingur og Helgu Arnalds í fararbroddi og svo er ég svo heppin að fá smá djamm, en ég fer með góðum hópi vinkvenna á myndina Ómöguleg ást á frönsku kvikmyndahátíðinni og út að borða. Svo langaði drengina mína að heimsækja risaeðlueyju svo við vorum að hugsa um að nota frídag- ana eftir helgi í að sigla út í Viðey og sjá hvort rekumst á einhverjar eðlur þar.“ Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið með börnunum? „Að ferðast og fara í leikhús og bíó. Heima við er það legó, leir, litir og kósýkvöld. Við látum okkur dreyma um Lególand einn daginn, vonandi fyrir fermingaraldur þegar allir hafa fengið bóluefni.“ Þóra segir fjölskylduferð í brúð- kaup í Gotlandi standa upp úr í minningabankanum. „Gotland er barnaparadís og draumaeyja þar sem Lína lang- sokkur býr. Eyjan hefur að geyma strönd sem er í uppáhaldi, rauð jarðarber sem maður tínir sjálfur upp í munninn og fleira ævintýra- legt sem situr vel og lengi í minn- ingabanka barna.“ Eru helgarnar yfirleitt vel plan- aðar? „Alls ekki en ég hef þó verið í átaki og hef undanfarið reynt að skipuleggja eitthvað skemmtilegt um hverja helgi til að hafa einhverja stefnu, því ég er frekar f læðandi týpa í grunninn og hef undanfarið áttað mig á mikilvægi skipulagn- ingar þegar börn eru annars vegar. Við erum svolítið að vinna með rennibrautasundstaði og þá stað- reynd að þeir yngstu njóta þess að sjá sömu leiksýningar og bíósýn- ingar í augnablikinu.“ Þóra segir fjölskylduna fagna því að leikhús hafi opnað á ný og bræð- urnir hafi séð Karíus og Baktus um síðustu helgi. „Við förum líka reglulega á söfn og kaffihús. Við búum í miðbænum svo einföld verkefni eins og að labba niður í bæ og kaupa Smartiesköku reynist oft ágætis uppskrift að flæðandi degi með yngri deildinni og svo heimsækjum við gjarnan Kjarvalsstaði. Annars er veturinn líka svo- lítið fjölskylduvænn, sérstaklega snjórinn og þá er stuð að komast út á snjósleða en á stefnuskránni er að prufa Bláfjöll hið fyrsta svo þeir yngri verði skíðafærir,“ segir Þóra sem treystir á að sá elsti taki að sér kennslu. Hvernig hefur heimsfaraldur lagst í mannskapinn? „Ég held við höfum ekki breytt miklu fyrir utan að hitta færri og sækja ekki jógastöðvar og sund. Svo var til dæmis ekki í boði að leika við vini í götunni sem var svolítið skrýtið að útskýra fyrir fimm ára, en magnað hvað börn skilja allt vel þegar við þau er rætt. Þar sem við Siggi maðurinn minn erum bæði sjálfstætt starfandi skiptum við þá deginum bróðurlega á milli okkar heima og að heiman. En það er eins og allir viti að það er mun auðveldara að vera í vinnunni en að halda uppi leikskólapró- grammi heima hjá sér og ég vil nota tækifærið og þakka kennurum og leikskólakennurum fyrir sérstakan hetjuskap á þessu ári. Ég tek hatt minn ofan fyrir kenn- ara- og heilbrigðisstéttinni okkar og hef verið þakklát fyrir að skólastarf hefur haldist að mestu leyti óskert. Mér finnst klárlega að þessar stéttir sem halda uppi samfélaginu okkar mættu fá bestu laun sem í boði eru, ekki síst á þessum álagstímum á þeirra starfsvettvangi. Hvað á að gera í vetrarfríinu? Fram undan er vetrarfrí í mörgum skólum og þó stór hluti þjóðarinnar leggi land undir fót er ýmislegt hægt að sýsla í nágrenni höf- uðborgarinnar. Við hleruðum tvo foreldra um hvað eigi að gera með krökkunum. Sigurður ætlar að fara með Hauk Helga 10 ára og Friðrik Bjarka 7 ára í Krýsuvík . FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Þóra Karítas er með skemmtileg plön um helgina og í vetrarfríinu ásamt sonum sínum; Flóka 16 ára, Árna 5 ára og Degi sem er nýorðinn þriggja ára. Kirkjuskoðun í Krýsuvík Sigurður Helgi Pálmason, annar stjórnenda hinna vinsælu þátta Fyrir alla muni sem sýndir eru á RÚV, ætlar að nota helgina í að sýna sonunum æskuslóðir. Hvað á að gera um helgina? Við feðgarnir ætlum að fara í Krýsuvík um helgina ef veður leyfir og búa til minningar. Foreldrar mínir voru með bústað þarna þegar ég var ungur og ég þekki vel til Kleif- arvatns og svæðisins þar í kring. Planið er að kíkja í Seltún, þar er hægt að skoða gufu- og leirhveri á góðum göngupöllum. Svo er ég að vonast til að þeir finni jarðskjálfta sem eru tíðir á þessu svæði. Ég ætla svo að sýna þeim Grænavatn og Krýsuvíkurkirkju. Við endum svo daginn þar sem bústaður foreldra minna var og fáum okkur heitt súkkulaði og smá bakkelsi með. Ég er einhvern veginn alltaf að afrita og líma það sem ég upplifði með mínu fólki yfir á strákana mína, í þeirri von um að þeir eignist sömu góðu minningar og ég á. Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið saman? „Það eru í raun og veru þessi ferðalög okkar. En hvort drengj- unum finnist þau eins skemmtileg er eitthvað sem þeir verða að svara,“ segir hann í léttum tón og bætir svo við; „Jú, þeim finnst æði að fara með pabba að skoða kirkju og hlusta á hvernig hún var byggð frá grunni eftir að sú gamla brann. En til þess að þeir hafi gaman af þessu með mér þá verð ég að taka þátt í því sem þeim þykir skemmti- legt – ég hef haft það fyrir venju að segja eins oft og ég mögulega get já við þá þegar þeir koma með hug- myndir. Til dæmis síðasta sumar langaði þá að læra á hjólabretti, við sáum að Hjólabrettaskóli Reykjavíkur var með fjölskyldunámskeið sem við skelltum okkur á. Það tók þá ekki langan tíma að ná tökum á brettunum og þeir voru f ljótlega byrjaðir að kenna gamla – sem gerir þetta allt svo skemmtilegt.“ Eru helgarnar yfirleitt vel plan- aðar? „Það má segja að það eina sem er alltaf á planinu hjá okkur á sunnu- dögum séu pönnu kökur sem ég hef bakað fyrir þá nánast frá fyrsta degi. Þess utan þá erum við svolítið að skella okkur með stuttum fyrir- vara að skoða nærliggjandi svæði. Það hentar okkur vel og oftar en ekki leiðir það okkur í eitthvað allt annað en við höfum lagt upp með að gera.“ Hvernig hefur heimsfaraldur lagst í mannskapinn? „Síðustu mánuðir hafa auðvitað haft áhrif en á margan hátt hafa þeir verið frábærir. Sem betur fer þá eru strákarnir mínir frekar slakir og eru fljótir að aðlagast nýjum aðstæðum. Það má kannski segja að eina sem þeir hafa virkilega saknað er að komast í sund. Ég hef reynt að vera extra dugleg- ur að fara með þá á útivistarsvæði. Heiðmörk er gott dæmi um svæði þar sem er auðvelt að finna fullt af skemmtilegum upplifunum. Þar eru til dæmis hellar sem hægt er að fara með vasaljós og skoða, Búrfell sem er mjög auðvelt að ganga á og skoða risagíg, og svo auðvitað að ganga um skógræktarsvæðið með öllum tilheyrandi ævintýrum. Við höfum einnig verið duglegir að heimsækja ömmu og afa sem eru í nágrenni við Heiðmörk. Þegar ég hugsa núna til baka, höfum við bara verið nokkuð duglegir að gera akk- úrat það sem ég er alltaf að vonast til að búa til hjá þeim – minningar með pabba og fjölskyldunni þeirra. Fram undan eru vetrarfrí í mörgum skólum og tilvalið að nýta tímann til samveru með sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.