Fréttablaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 23
Hverju segir eldra fólk svo oft að það sjái eftir? Að hafa ekki varið meiri tíma með börnunum sínum. Því í raun er tíminn einu verðmætin í lífinu. Eins og fyrr segir hófust ævin­ týrin á jólaferðalögum til Kanarí­ eyjanna. „Yngsta dóttir okkar sem er sjö ára hefur því aldrei upplifað hefð­ bundin jól. Við vorum reyndar heima þarsíðustu jól og hún tók þá þátt í jólaundirbúningi í skólanum í fyrsta sinn. Þar áttu þau að segja frá jólahefðum fjölskyldunnar og hennar svar var að fara á ströndina og fá sér pítsu,“ segir Snæfríður og hlær. „Hún hafði aldrei upplifað neitt annað.“ Aldrei jól í barnæsku Snæfríður hafði sjálf ekki upplifað það sem við köllum hefðbundin jól og var ekki föst í hefðum eins og margir, en það var þó af allt annarri ástæðu. „Mér hefur aldrei fundist mál að sleppa jólunum enda var uppeldi mitt óhefðbundið þar sem móðir mín er Vottur Jehóva,“ segir Snæ­ fríður, sem alin var upp í söfnuð­ inum þó faðir hennar hafi ekki verið hluti hans. „Það voru aldrei jól á mínu heimili en foreldrar mínir reyndu þó að fara einhvern milliveg og því var hreint á rúmum og hangi­ kjöt á borðum en aldrei neitt jóla­ skraut eða jólagjafir.“ Snæfríður fékk kenningar safn­ aðarins beint í æð á æskuárunum, sótti samkomur og var látin stúdera Biblíuna. „Auðvitað var þetta stórfurðu­ leg æska á margan hátt og mörg Vottabörn hafa stigið fram og sagt frá einu og öðru en ég hef einbeitt mér að því að sjá styrkleikana í þessu uppeldi. Til dæmis er eitt markmið Vottanna að þjálfa safn­ aðarmeðlimi upp til þess að ganga í hús og boða trúna og því reka þeir ræðuskóla sem ég fór í. Það hefur nýst mér vel í mínu starfi að hafa snemma lært að skrifa og halda ræður og ég fór auðvitað bara beint í fjölmiðla.“ Snæfríður segist ekki endilega hafa spáð í það að hennar líf væri ólíkt annarra þegar hún var yngri, enda spyrji börn ekki endilega slíkra spurninga. „Eftir því sem ég varð eldri fór ég að spyrja gagnrýnni spurninga varðandi þetta allt saman og hafði svo engan áhuga á að ganga í söfn­ uðinn þegar ég komst á unglingsár. Ég var svo heppin að ég gat f lutt til systur minnar í Reykjavík beint eftir grunnskólann, var svo f ljót­ lega farin að leigja sjálf og ferðast um heiminn.“ Frelsi að vera laus við hefðir Það er f leira jákvætt sem Snæfríður segist hafa tekið úr uppeldinu. „Mér finnst ég alltaf utangátta í desember því ég kann ekkert á þessar jólahefðir. En það er ákveð­ ið frelsi í því að vera ekki fastur í hefðum sem geta verið heftandi. Það er fullt af fólki sem langar að gera eins og við en getur það ekki vegna ákveðinni hefða. Innst inni þá held ég að ein aðalástæðan fyrir því að ég leita svona mikið erlendis sé að ég ólst upp við að vera stór­ furðuleg. Ég passaði ekki inn í kass­ ann sem krakki og sem fullorðin vil ég heldur ekki lifa lífinu í þessum hefðbundna kassa.“ Snæfríður segir marga hafa hneykslast á því að þau hjónin færu utan með þrjú börn í miðjum heimsfaraldri. „Að okkar mati lá mesta áhættan í sjálfu ferðalaginu, að fara í gegnum f lugvelli í mis­ munandi löndum. Hér erum við mikið úti í náttúrunni, reynum að fara gætilega og hugum að per­ sónulegum sóttvörnum en þó það sé heimsfaraldur verður maður að reyna að halda áfram að lifa líf­ inu eins eðlilega og unnt er. Það er ekkert bannað að ferðast þó það sé vissulega f lóknara en í venjulegu árferði. “ Fjölskyldan hefur nú dvalið ytra frá því í desember en upphaf lega var ætlunin að vera aðeins yfir jólin. Flókin og kostnaðarsöm ferðalög þar sem f lugum var af lýst og svo framvegis urðu þó til þess að þau ákváðu að hafa ferðina lengri og Snæfríður ákvað að nýta tækifærið til að ná í síðustu upplýsingarnar í handbókina sem hefur verið nærri tvö ár í vinnslu. Eldri dæturnar tvær eru í heimaskóla frá Íslandi en sú yngsta er í svokölluðum náttúru­ skóla þar sem öll kennsla fer fram utandyra. „Skóli er svo margt annað en það sem gerist innan veggja kennslustofunnar. Börn læra einn­ ig mikið af því að vera á ferðalögum og vera í tengslum við foreldra sína og annað fullorðið fólk.“ Eðlilegt líf í heimsfaraldri Snæfríður segir lífið ganga sinn vanagang í El Médano þrátt fyrir að heimsfaraldur ríki. „Við erum í bæ sem er mikið til spænskur og þar er lífið nokkuð eðlilegt og ekki eins og á ferða­ mannastöðunum þar sem starf­ semin liggur sums staðar alveg niðri. Þegar maður fer til dæmis á Amerísku ströndina og horfir á öll hótelin sem standa tóm og lokaða veitingastaði er maður minntur á ástandið, en þar sem við erum lifir fólk nokkuð eðlilegu lífi. Hér í okkar bæ er allt opið þó það sé grímu­ skylda og fjöldatakmarkanir.“ Útgöngubann er í gildi frá klukk­ an tíu á kvöldin til sex á morgnana en Snæfríður segir þau finna lítið fyrir því enda heima með börn hvort eð er. Hún segir töluvert um útlendinga á eyjunni þó lítið sé um hina hefðbundnu ferðamenn. Meira er um fólk í fjarvinnu sem dvelur lengur á eyjunni og vill njóta þess að vera í sólinni og fjarri stórborg­ um með harðari sóttvarnaaðgerðir. „Fólk verður bara að gera upp við sjálft sig hvað það vill gera. Við viljum lifa lífinu með þessum hætti og við tökum ábyrgð á því, enda eins og ég sagði áður þá er tíminn það eina verðmæta í lífinu. Hvað veit maður með þessa veiru og hvað tekur við þegar hún er búin? “ Þau hjón vöndu dæturnar snemma á langar göngur og þó það hafi þurft tiltal í byrjun þá er það oft svo í dag að þær eiga hugmyndina að göngu. MEIRI HAMINGJU Í LÍFIÐ! H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23L A U G A R D A G U R 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.