Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Page 122

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Page 122
1961 — 120 — bindingspróf gegn ornithosis-antigeni á tveimur blóðsýnum frá dönskum sjúklingi á Lyflæknisdeild Landspítalans reyndist jákvætt. Dani þessi var nýkominn til landsins og hefur sennilega sýkzt erlendis. Engar in- flúenzurannsóknir voru gerðar á árinu, enda varð þeirrar veiki hvergi vart hér á landi, svo að vitað sé. Mænusótt. Eftir áramótin 1960—1961 var lokið við mælingar á mótefnum gegn mænusótt í blóði bólusettra barna, sem lögð voru inn á Barnadeild Land- spítalans haustið 1960. Svörun barnanna við bólusetningunni virðist vera léleg. Aðeins eitt barn af tólf hefur myndað mótefni gegn öllum typum mænusóttar. Fimm börn af tólf, eða 42%, hafa alls engin mótefni mynd- að, og eru þó tvö börn af þessum fimm þríbólusett. Fjögur börn hafa mynd- að mótefni gegn typu I og III, en fimm gegn typu II. Þetta er engu betri svörun en mældist árið 1956, þegar vitað er, að mænusóttarbóluefnið var þá lélegra antigen en það er núna. í samráði við Halldór Hansen, yfir- lækni Barnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar, var ákveðið að halda þess- um athugunum áfram haustið 1961 og mæla mótefni í heilbrigðum börn- um, fullbólusettum i Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Safnaði Halldór 15 blóðsýnum frá ársgömlum, fullbólusettum börnum. í þessum hópi frá Heilsuverndarstöðinni er svörun gegn typu I enn sem fyrr léleg, aðeins 2 börn af 15 hafa myndað mótefni gegn typu I. Sex börnin hafa myndað mótefni gegn typu II og átta gegn typu III. Ekkert barnanna 15 hefur myndað mótefni gegn öllum þremur typum mænusóttar, og fjögur börn, eða 27%, hafa alls engin mótefni myndað. Ástæðurnar fyrir þessari lélegu svörun gætu verið margar. Líklegasta skýringin er sú, að quadrigen- bóluefnið, sem flest börnin hafa fengið, sé lélegt antigen. Börnin tvö, sem myndað hafa mótefni gegn typu I, hafa bæði fengið 1 ml af mænu- sóttarbóluefni einu (sama daginn, 8. jan. 1961), er þau voru bólusett í þriðja sinn. Fleiri orsakir lélegrar svörunar geta komið til greina. Hér er sjaldan náttúrleg sýking á ferðinni til að verka sem „booster" og síðast en ekki sízt, að börn hér eru nú flest bólusett 3—6 mánaða, meðan passiv mótefni frá móður eru enn fyrir hendi. Það hefur verið reynsla annars staðar, þar sem bólusett hefur verið við mænusótt, að börn svari ekki við bólusetningunni með eigin mótefnamyndun, fyrr en passiv mótefni frá móður eru horfin. Þar sem hlé varð á mænusóttarbólusetn- ingunni i sumar, og sum börnin, sem bólusett hafa verið í haust, voru 6 mánaða eða eldri, þegar þau voru bólusett í fyrsta skipti. verður tæki- færi til að athuga á komandi hausti, hvort ástæðan fyrir þessari lélegu svörun er sú, að börnin hér eru bólusett of ung.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.