Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Blaðsíða 122
1961
— 120 —
bindingspróf gegn ornithosis-antigeni á tveimur blóðsýnum frá dönskum
sjúklingi á Lyflæknisdeild Landspítalans reyndist jákvætt. Dani þessi
var nýkominn til landsins og hefur sennilega sýkzt erlendis. Engar in-
flúenzurannsóknir voru gerðar á árinu, enda varð þeirrar veiki hvergi
vart hér á landi, svo að vitað sé.
Mænusótt.
Eftir áramótin 1960—1961 var lokið við mælingar á mótefnum gegn
mænusótt í blóði bólusettra barna, sem lögð voru inn á Barnadeild Land-
spítalans haustið 1960. Svörun barnanna við bólusetningunni virðist vera
léleg. Aðeins eitt barn af tólf hefur myndað mótefni gegn öllum typum
mænusóttar. Fimm börn af tólf, eða 42%, hafa alls engin mótefni mynd-
að, og eru þó tvö börn af þessum fimm þríbólusett. Fjögur börn hafa mynd-
að mótefni gegn typu I og III, en fimm gegn typu II. Þetta er engu betri
svörun en mældist árið 1956, þegar vitað er, að mænusóttarbóluefnið var
þá lélegra antigen en það er núna. í samráði við Halldór Hansen, yfir-
lækni Barnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar, var ákveðið að halda þess-
um athugunum áfram haustið 1961 og mæla mótefni í heilbrigðum börn-
um, fullbólusettum i Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Safnaði Halldór 15
blóðsýnum frá ársgömlum, fullbólusettum börnum. í þessum hópi frá
Heilsuverndarstöðinni er svörun gegn typu I enn sem fyrr léleg, aðeins
2 börn af 15 hafa myndað mótefni gegn typu I. Sex börnin hafa myndað
mótefni gegn typu II og átta gegn typu III. Ekkert barnanna 15 hefur
myndað mótefni gegn öllum þremur typum mænusóttar, og fjögur börn,
eða 27%, hafa alls engin mótefni myndað. Ástæðurnar fyrir þessari
lélegu svörun gætu verið margar. Líklegasta skýringin er sú, að quadrigen-
bóluefnið, sem flest börnin hafa fengið, sé lélegt antigen. Börnin tvö,
sem myndað hafa mótefni gegn typu I, hafa bæði fengið 1 ml af mænu-
sóttarbóluefni einu (sama daginn, 8. jan. 1961), er þau voru bólusett í
þriðja sinn. Fleiri orsakir lélegrar svörunar geta komið til greina. Hér
er sjaldan náttúrleg sýking á ferðinni til að verka sem „booster" og
síðast en ekki sízt, að börn hér eru nú flest bólusett 3—6 mánaða, meðan
passiv mótefni frá móður eru enn fyrir hendi. Það hefur verið reynsla
annars staðar, þar sem bólusett hefur verið við mænusótt, að börn
svari ekki við bólusetningunni með eigin mótefnamyndun, fyrr en passiv
mótefni frá móður eru horfin. Þar sem hlé varð á mænusóttarbólusetn-
ingunni i sumar, og sum börnin, sem bólusett hafa verið í haust, voru
6 mánaða eða eldri, þegar þau voru bólusett í fyrsta skipti. verður tæki-
færi til að athuga á komandi hausti, hvort ástæðan fyrir þessari lélegu
svörun er sú, að börnin hér eru bólusett of ung.