Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1961, Page 166
Viðbætir.
Læknaráðsúrskurðir 1963.
1/1963.
Sýslumaður Gullbringu- og Kjósar-
sýslu hefur með bréfi, dags. 25. febr.
1963, leitað umsagnar læknaráðs í
aukadómþingsmálinu nr. 74/1961: G.
Þ-son f. h. V. G-sonar gegn S. T-sen.
Málsatvik eru þessi:
Þriðjudaginn 14. júli 1959 var V.
G-son, til heimilis að......hreppi,
... sýslu, i heyvinnu á búi S. T-sen
... að .. .vik á ... nesi. Var V. að hjálpa
til að losa hey af heyvagni, er það
vildi til, að hann sté út á járnplötu,
sem lögð hafði verið yfir votheys-
gryfju. Lét járnplatan undan þunga
V., og féll hann niður í gryfjuna með
þeim afleiðingum, að hann stórslas-
aðist.
í málinu liggur fyrir læknisvottorð
..., starfandi læknis i Hafnarfirði,
dags. 10. júní 1961, svo hljóöandi:
„V. G-son, f. 14. okt. 1942, nú til
heimilis að ..., ... nreppi, slasaðist
þ. 14. júli 1959. — Féll hann niður
í votheysgryfju ca. 5 m fall. — Slas-
aði var lagður inn á Landakotsspit-
ala, þar sem hann lá til 14. nóv. 1959.
Samkvæmt skýrslu spítalans hafði
hryggur brotnað og mænan skaddazt,
einnig hlaut slasaöi heilamar (contusio
cerebri). — Slasaði lá í djúpu með-
vitundarleysi i vikutíma, en var rugl-
aður (confus) i 3—4 vikur.
Er hann fór af Landakotsspítala,
hafði hann náð sér verulega, gat lesið
og talað, en þó er talið, að hann hafi
beðið nokkurn andlegan hnekki. —
Legusár hafði hann á báðum lærhnút-
um, sem þó eru talin vera að gróa.
Af Landakostsspitala fór slasaði
heim til sín og dvaldist heima til 26.
desember 1959. — Tóku þá legusárin
að hafast verr við, og hár hiti gerði
vart við sig. — Var þá slasaði fluttur
á Landspítalann, þar sem hann lá
til 20. janúar 1960.
Við skoðun á Lsp. þann 28. desem-
ber 1959 segir svo í sjúkraskýrslu:
1. Heilataugar og efri útlimir eðli-
leg.
2. Algjört tilfinningaleysi og allt
annað skyn upphafið á neöri
útlimum, og nær það upp að stað
2 fingurbreiddum neðan við geir-
vörtur (brjóstliÖ 6).
3. Báðir fótlimir alveg lamaðir.
4. Sinaviðbrögð mikið aukin á fót-
limum.
Fullkomin þverlesion á mænu.
5. Slasaði getur ekki stjórnað hægð-
um og þvaglátum.
Mjög stór og djúp legusár eru
yfir báðum lærhnútum.
Við leguna á Landspitalanum hreins-
uðust sárin vel, og hiti fór minnk-
andi. — Var nú slasaði fluttur á Hafn-
arfjarðarspítala, þar sem hann lá um
vikutima, en fór svo heim til sín, þar
sem hann lá, þar til hann fór á Mayo
Clinic, Rochester, Bandaríkjunum Þ-
21. apríl 1960.
Allan timann, sem hann lá heima,
höfðust legusárin allvel við, enda var
vel um þau hirt, þar eð hjúkrunar-
kona skipti á honum daglega, en ekki
vildu þau gróa, og dýpkuðu frekar og
stækkuðu. — Hitaköst gerðu og allt-
af öðru hvoru vart við sig, enda þótt
reynt væri að halda þeim niðri með
lyfjum.