Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 89
87 —
1964
17. Akureyrarveiki (morbus Akureyrensis).
Töflur II, III og IV, 17.
1962 1963 1964
Sjúkl..................... „ 1 1
Dánir .................... „ „ „
Tilfellið skráð í Rvík. Mun hafa verið greint í Kaupmannahöfn.
18. Hvotsótt (096.5 myitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 18.
1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964
Sjúkl. 214 143 967 337 158 277 178 128 67 3927
Danir ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,,
Skráð í 51 héraði, aðallega síðustu mánuði ársins. Langmesti far-
aldur, sem skráður hefur verið af þessari veiki hingað til.
Rvík. Síðustu 4 mánuði ársins gekk hér faraldur af hvotsótt, sem
mun hafa byrjað um miðjan ágúst, en kom ekki fram á vikuskýrslum
fyrr en í september. 1 september voru sýnishorn úr hálsi og hægðum
nokkurra sjúklinga rannsökuð að Keldum, og fannst í þeim öllum
coxsacki-B-veira.
Akranes. Faraldur síðustu mánuði ársins.
Stykkishólms. Faraldur í ágúst—nóvember.
Reykhóla. 1 nóvember var mikið um hvotsótt, sem sumir voru lengi
að ná sér eftir.
Patreksfj. Gekk í október—desember, náði hámarki í nóvember.
Voru margir alllengi að ná sér, en engin sérstök eftirköst.
Flateyrar. 1 byrjun október barst hvotsóttin hingað, en náði aldrei
verulegri útbreiðslu.
Hólmavíkur. Gekk um haustið.
Blönduós. Kom í héraðið í október. Gerði vart við sig fram undir
áramót. Var væg og engin eftirköst.
Hofsós. Allvíðtækur faraldur í október—nóvember.
Akureyrar. Stórfaraldur af myitis epidemica, sem gekk hér frá
ágúst—desember. Alvarlegustu fylgikvillar, sem vart varð, voru: peri-
carditis 7, myocarditis 2, meningitis serosa 3 og orchitis 1. Enginn
sjúklingur lézt úr þessum sjúkdómi, en margir voru allþungt haldnir og
lengi með eftirstöðvar hans.
Grenivíkur. Barst hingað í ágúst. Leiðindakvilli og þrálátur í sum-
um, fengu verki aftur og aftur. Sumir fengu hita.
Breióumýrar. Faraldur í september—nóvember. Var afleit pest, hár
hiti, mjög miklir verkir, einkum við öndun og hósta. Áberandi var, hve
mörgum sló niður, jafnvel oftar en einu sinni, og varð þá yfirleitt síðari