Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 93
— 91 —
1964
Eyrarbakka. Óvenjumörg tilfelli, flest framan af árinu.
Hafnarfj. Landlæg hér. Færðist nokkuð í aukana síðustu mánuði
ársins.
29. Aðrar farsóttir (alii morbi epidemici).
Impetigo contag. Mononuc- leosis infect. Pneumonia atypica Roseola Vertigo Virus- infect. Virus- pneumonia Virus- sjúkd.
Rvík Akranes Ólafsvíkur Stykkishólms Reykhóla Hvammstanga N.-Egilsstaða Djúpavogs Hafnar Laugarás Kópavogs 8 1 3 11 í í í 28 5 , 24 3 19
Allt landið 23 2 í 28 5 24 3 19
Rvík. I. Salmonellosis. I janúar veiktist kona í Eeykjavík skyndi-
lega af uppköstum og niðurgangi, var lögð inn á sjúkrahús 3 dögum
síðar, og í hægðum frá henni fannst salmonella typhi murium. Sonur
hennar 18 ára hafði veikzt með svipuðum hætti 10 dögum áður, og
fannst nú sama baktería í hægðum frá honum. Ekki veiktust aðrir á
heimilinu, og ekki er vitað um fleiri tilfelli af veikinni. Rannsókn leiddi
ekkert í ljós um uppruna sýkingarinnar.
II. Matareitranir. Seint í apríl veiktust 6 manns með einkennum um
matareitrun eftir að hafa neytt matar, sem sendur var til fólksins á
vinnustað frá matsölustað. Rannsókn á sjúklingunum, starfsfólki mat-
sölustaðarinsogmatvælasýnishornum teknum þar leiddi ekkert í ljós um
uppruna sýkingarinnar. Grunurhefuroftar komið upp um matareitranir,
an þess að rannsókn hafi staðfest þær grunsemdir. Stafar það m. a.
af því, að oft eru engar matarleifar fyrir hendi, annaðhvort af því að
þeim hefur verið fleygt eða engar verið.
Norður-Egilsstaöa. 1 marz og apríl gekk faraldur, sem að nokkru
leyti líktist inflúenzu, en útbreiðsla og gangur var allt annar. Voru það
aðallega börn og unglingar, sem þetta fengu. Þessu fylgdi hiti, oft hár,
mikill roði í hálsi, og margir fengu í magann. Batnaði á 4—7 dögum.