Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 151
Viðbætir.
Læknaráðsúrskurðir 1966.
Sérprentun úr HeilbrigSisskýrslum 19 6U.
1/1966
Guðmundur Jónsson borgardómari hefur með bréfi, dags. 23. ágúst
1966, skv. úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykjavíkur 30. júní
s- á, á ný leitað umsagnar læknaráðs í bæjarþingsmálinu nr. 2494/1964:
G. P-son gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs.
Málsatvik eru þessi:
1. Þau, er greinir í úrskurði læknaráðs, dags. 4. júní 1965.
2. 1 málinu hefur verið lagt fram bréf frá Landspítalanum til Gísla
Isleifssonar hrl., dags. 9. október 1965, undirritað af Gísla Fr. Peter-
sen, yfirlækni röntgendeildar, svo hljóðandi:
“Skv. ósk yðar fylgja hér með viðbótarupplýsingar um geislameðferð
G. P-sonar, ....
Geislameðferð 1931: H. hönd, % Sab. • 3, v. hönd, % Sab • 4. Metro-
^ampi, 125 kv, 4 mA, 2 mmAl."
Á fundi réttarmáladeildar læknaráðs 19. marz 1965, er mál þetta
var til afgreiðslu, var mættur Gísli Fr. Petersen yfirlæknir, sem til-
kvaddur hafði verið sem sérfræðilegur ráðunautur í geislalækningum
skv. heimild í 1. mgr. 4. gr. laga um læknaráð nr. 14/1942. Yfirlæknir-
mn lét þá deildinni í té svo hlj óðandi skriflega greinargerð, sem dagsett
er 16. marz 1965:
„Samkvæmt beiðni réttarmáladeildar læknaráðs sendi ég hér með
viðbótarupplýsingar og greinargerð vegna röntgengeislameðferðar G.
P-sonar,. ..., Reykjavík, en hann var í röntgenmeðferð í Röntgen-
stofunni, Reykjavík, 1927—1930 (incl.) og í Röntgendeild Landspítal-
ans 1931—1937 (incl.) vegna eczema chron. manuum.
Til viðbótar því, sem greint er í vottorði frá Röntgendeild Landspítal-
ans, dags. 19. okt. 1962, undirritað af Kolbeini Kristóferssyni, kemur
geislameðferð 1931, sem ekki lágu fyrir upplýsingar um: H. hönd, %
Sab. • 3, v. hönd, y2 Sab. • 4. Metrolampi, 125 kv, 4 mA, 2 mm Al. 1937:
H. hönd, 100 r • 6,~170 kv, 6 mA, % Cu + 1 Al.
I sjúkraskrá er þess getið 20. nóv. 1931, að “Hendurnar yfirleitt góð-
ar nú, þó er dál. recidiv. á h. löngutöng.”