Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 109
107 —
1964
tekningarlítið geta nemendur, sem eru á annað borð færir um að vera
í skóla, stundað einhvers konar líkamsæfingar sér til gagns, og er
annaðtveggja, að leikfimikennslan er oft einstrengingsleg eða vottorðeru
gefin án gilds tilefnis”. 1 þessu sambandi vildi ég taka fram, að bæði
hér í Stykkishólmi og annars staðar, þar sem ég hef annazt skólaeftir-
lit, er leikfimikennsla í hæsta máta einstrengingsleg. Þar gildir kjörorð-
ið: Aut est aut non est,tertiumnondatur. Sá nemandi, sem ekki getur tek-
ið þátt í öllum tilskildum æfingum, er ekki hafður með. Ég veit ekki til,
að nemendur, sem vegna sjúkleika eða fötlunar gátu ekki tekið þátt í
venjulegri leikfimi, hafi átt kost á sjúkraleikfimi eða öðrum æfingum
við sitthæfi. Það virðist ekki hafa verið lagt nógu ljóst fyrir, að fimleika-
kennarinn annist líkamsrækt nemendanna allra og þá ekki sízt þeirra,
sem að einhverju leyti er áfátt líkamlega. Hins vegar finnst mér, að
hjá leikfimikennurum gæti of mjög sjónarmiðs „supermannsins“, þ. e.
að lokka út úr nemandanum yfirmannleg afrek. Einkunn fyrir fimleika
stuðlar einnig að þessu sjónarmiði.
IX. Heilbrigðislöggjöf.
Á árinu voru sett þessi lög, er til heilbrigðislöggjafar geta talizt
(þar með taldar auglýsingar birtar í A-deild Stjórnartíðinda):
1. Lög nr. 2 28. febrúar, um hækkun á bótum almannatrygginga.
2. Lög nr. 8 15. febrúar, um breyting á lögum nr. 47 23. júní 1932,
um lækningaleyfi, um réttindi og skyldur lækna og annarra, er
lækningaleyfi hafa, og um skottulækningar.
3. Lög nr. 9 19. marz, um breyting á lögum nr. 52 5. júní 1957, um
eyðingu refa og minka.
4. Lög nr. 14 15. maí, um breyting á lögum nr. 40 30. apríl 1963, um
almannatryggingar.
5. Skipulagslög nr. 19 21. maí.
6. Lög nr. 33 20. maí, um breyting á lyfsölulögum, nr. 30 29. april
1963.
7. Lög nr. 34 21. maí, um loftferðir.
8. Lög nr. 35 20 maí, um Ljósmæðraskóla Islands.
9. Lög nr. 39 19. maí. um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra.
10. Lög nr. 41 20. maí, um breyting á sjúkrahúsalögum, nr. 93 31.
des. 1953.