Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 132
1964
130 —
Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins öfluðu lyfjabúðirnar sér neðan-
greindra áfengislyfja á árinu, svo sem hér segir:
1964 1963 1962
Alcohol absolutus 1 kg 4 kg 3 kg
Spiritus alcoholisatus 2017 — 2053 — 2030 —
— acidi borici 109 — 125 — 81 —
— bergamiae 293 — 268 — 258 —
— denaturatus 11608 — 9378 — 8031 —
— lavandulae 63 — 60 — 54 —
— mentholi 1373 — 1112 — 1047 —
Glycerolum 1+ Spiritus alcoholisatus 2 .. 714 — 819 — 825 —
Aether spirituosus 562 — 601 — 511 —
— — camphoratus 66 — 87 — 63 —
Tinctura pectoralis 2336 — 2403 — 2512 —
Sala suðuvínanda og mentólspíritus hefur aukizt á árinu allverulega.
Er sala greindra vínandategunda sérstaklega mikil í einni lyfjabúð í
Reykjavík.
Ýmislegt.
1. Margar aðvaranir bárust frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um
notkun nánar tilgreindra lyfja. 1 þessu tilefni sendi landlæknir lækn-
um aðvörunarbréf, dags. 29. des. 1964, þar sem varað er við notkun
þessara lyfja.
2. Það hefur tíðkazt nokkuð í lyfjabúðum undanfarið, að leitazt sé við
að framleiða lyf, er svari til ákveðinna innfluttra sérlyfja, fram-
leiddra af erlendum lyfjaverksmiðjum — og lyfjum þessum gefin
óbreytt heiti hinna erlendu framleiðenda með viðbótarorðinu „nostr-
um“. Þar sem slík notkun erlendra sérlyfjaheita samrýmist eigi
lögum nr. 84 19. júní 1933, um varnir gegn óréttmætum verzlunar-
háttum, og í ýmsum tilvikum eigi heldur lögum nr. 43 13. nóvember
1903, um vörumerki — var athygli landlæknis á þessu vakin. Var
héraðslæknum, að fenginni umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytis-
ins, falið með bréfi landlæknis, dags. 23., október 1964, að vekja at-
hygli lækna og lyfsala á lögbroti þessu.
3. Að undangenginni auglýsingu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins,
dags. 20. júlí 1964, bárust umsóknir frá 10 fyrirtækjum um að mega
flytja inn lyf og sérlyf og framleiða lyf og selja í heildsölu. Var
erindum þessum skotið á frest, þar til samin hefði verið reglugerð
um búnað og rekstur slíkra fyrirtækja.
M. Sjúkratryggingar.
Fjöldi sjúkrasamlaga á öllu landinu var í árslok 223, en fjöldi sjúkra-
samlagsmeðlima 110277. Þar af voru samlagsmeðlimir í Reykjavík
46320, en í öðrum kaupstöðum 28033.