Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 138
1964
— 136
Til gerlarannsókna bárust Gerlarannsóknarstofu Fiskifélags Islands
1705 sýnishorn of mjólk, mjólkurvörum, neyzluvatni o. fl., sem tekin
voru af heilbrigðisyfirvöldunum eða í samráði við þau. Sýnishornin
bárust frá borgarlækninum í Reykjavík (1637), héraðslækninum á
Akranesi (7), heilbrigðisfulltrúanum á Akureyri (2), héraðslækninum
í Hvammstangahéraði (1), héraðslækninum í Laugarási (2), héraðs-
lækninum í Ólafsvík (2), héraðslækninum á Sauðárkróki (10), héraðs-
lækninum á Selfossi (2), héraðslækninum á Seyðisfirði (4), héraðs-
lækninum í Stykkishólmi (1), héraðslækninum í Vestmannaeyjum (1),
veitinga- og gististaðaeftirliti ríkisins (9) og eftirlitsmanni lyfjabúða
(27). Sýnishornin skiptust þannig eftir tegundum:
Mjólk ......................... 619
Súrmjólk ....................... 57
Rjómi ......................... 197
Undanrenna ..................... 53
Smjör ........................... 2
Skyr ........................... 49
Mjólkur- og rjómaís ............ 85
Mjólkurflöskur ................. 60
Vatn ........................... 77
Uppþvottavatn ................. 154
Salöt ......................... 131
Álegg .......................... 41
Kæfa ........................... 46
Sviða- og svínasulta ........... 15
Pylsur ......................... 14
Annað kjötmeti ................. 17
Fiskmeti ....................... 10
Brauð og kökur ................. 14
Gosdrykkir ..................... 10
Lyf og lyfjaglös ............... 27
Flöskur og glös ................ 12
Ýmislegt ....................... 15
Um niðurstöður rannsóknanna skal þetta tekið fram:
Mjólk til gerilsneyðingar. Flokkun, 85 sýnishorn: 23 í I. flokk, 61 í
II. flokk og 1 í III. flokk. Gerlafjöldi, 85 sýnishorn: 64 með gerlafjölda
undir 1 millj. og 21 með gerlafjölda yfir 1 millj. per 1 cm3. Mjólk,
gerilsneydd. Fosfatase-prófun, 517 sýnishorn: 3 reyndust ekki nóg
hituð. Gerlafjöldi, 528 sýnishorn: 420 með gerlafjölda undir 30 þúsund
per 1 cm3, 49 með 30—50 þúsund, 32 með 50—100 þúsund og 27 með
yfir 100 þúsund per 1 cm3. Coli-titer, sömu sýnishorn: 22 pósitív í
2/io—5/io cm3 og 12 í y100 cm3. Af 528 sýnishornum reyndust 3 hafa