Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 153
151
1964
2/1966
Guðmundur Jónsson borgardómari hefur með bréfi, dags. 23. águst
1966, skv. úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykjavíkur 30. júní
s- á., leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr. 382/1965: Síldarútvegs-
nefnd v/G. G. gegn Tryggingu h.f.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 10. marz 1964 seldi stefndi, Trygging h.f., sem rekur vátrygg-
ingarstarfsemi hér í borg, Síldarútvegsnefnd slysatryggingu vegna
ákveðinna starfsmanna hennar. Skyldi tryggingin gilda fyrir tíma-
bilið 20. marz 1964 til 24. marz 1965, að báðum dögum meðtöldum.
Var heildartryggingarfjárhæðin ákveðin kr. 20.000.000,00 og þar af
fyrir dauðaslys kr. 1.000.000,00 fyrir hvern mann.
Einn starfsmanna Síldarútvegsnefndar var G. heitinn J-son ....
Er hans getið í skírteininu sem starfsmanns Síldarútvegsnefndar.
G. heitinn var kvæntur frú G. G., og bjuggu þau að .... hér í borg.
Föstudaginn 24. júlí 1964 fór G. heitinn að veiða við Ölfusá í landi
Kaldaðarness. Var hans saknað næsta morgun og leit hafin að honum
skömmu síðar. Um kl. 18 sunnudaginn 26. júlí fundu skátar lík G. í ánni,
°g flutti lögreglan á Selfossi það í líkhús Rannsóknarstofu háskólans
við Barónsstíg í Reykjavík.
G. heitinn var fæddur .... 1929.
I málinu liggur fyrir krufningarskýrsla prófessors Níelsar Dungal,
dags. 27. júlí 1964, svo hljóðandi:
„Nr. 255/64
Nafn G. J-son
Dáinn 25. júlí 1964.
Aldur f..... 1929.
Heimilisfang.........R.
Krufið 27. júlí af Níels Dungal.
Samkvæmt beiðni Páls Hallgrímssonar, sýslumanns á Selfossi, er í
dag, þ. 27. júlí 1964, gerð réttarkrufning á líki G. J-sonar. Sýslumað-
urinn upplýsir, að maður þessi hafi drukknað í ölfusá þ. 25. þ. m., en
ekki er nánara vitað, með hvaða hætti það skeði.
Líkið kemur hingað í öllum fötum, sem eru rennandi blaut. Það er
fsert úr fötunum, og sést ekkert sérstaklega athugavert við þau. Undir
fötunum, milli þeirra og húðarinnar, var töluvert af sandi og einnig
dálítið af slýi. Húðin á báðum höndum er töluvert soðin, sérstaklega á
lófum beggja handa, en enginn skinnflagningur sést neins staðar.
Líkið er alstirt með rauðbláleitum líkblettum á baki, en einnig töluvert
á öxlum, og húðin í andlitinu er dálítið bláleit. Slímhúð augnanna er
rauðleit og dálítið bjúgkennd. Ekki sést nein froða fyrir vitum, en þeg-
ar þrýst er á kinnarnar, vellur svolítil froða út um munninn, og er
þessi froða hvítleit.