Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 146
1964
— 144 —
ræmingu á lögum um geislavarnir, þótti rétt að bíða með tillögur um
löggjöf á þessu sviði, þar til niðurstöður af störfum þessara alþjóða-
stofnana lægju fyrir. Árið 1959 barst greinargerð frá ENEA, sem
OEEC-ráðið hafði samþykkt, um samræmingu geislavarnalöggjafar
aðildarríkja. „Ákvað þá stjórn kjarnfræðanefndar að bjóða ríkisstjórn-
inni að gera frumdrög að slíkri löggjöf. Til þessa starfs skipaði nefndin
þá Gísla Fr. Petersen, Björn Kristinsson og Pál Theodórsson. Ráðu-
neytið hefur fallizt á að greiða kostnað af starfi þessu” (Skýrsla um
störf kjarnfræðanefndar íslands 1959). Með nefndinni starfaði Bene-
dikt Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Nefndin lauk störfum á ár-
inu 1960, og atvinnumálaráðuneytinu var sent uppkast að lögum um
geislavarnir.
Dráttur varð á því, að lagafrumvarpið yrði lagt fyrir Alþingi. Réð
þar miklu um, að ekki var neinn íslenzkur eðlisfræðingur, er sérstak-
lega hefði lagt fyrir sig störf í geislalækningadeild eða unnið við
geislavarnir og því erfitt um vik að framfylgja væntanlegum lögum
nema að nokkru leyti. í október 1961 boðaði landlæknir til fundar um
kjarnfræðamál og geislavarnir. Voru þar mættir prófessorarnir í eðlis-
fræði og lífeðlisfræði og yfirlæknir röntgendeildar Landspítalans. Til-
efni fundarins var, að landlæknir óskaði að koma á viðræðum um þessi
mál, athuga, hvað hér mætti gera til geislavarna, og fylgjast með og
taka þátt í aðgerðum Norðurlandaþjóðanna vegna mengunar and-
rúmsloftsins og umhverfis af kjarnasprengingum, sem gerðar voru í
tilraunaskyni. Auk mælinga á geislavirkni í andrúmslofti og regnvatni,
sem gerðar höfðu verið, var ákveðið að safna matvælasýnum í samráði
við borgarlækni og senda þau út til mælinga á geislavirkni. Fundum
hjá landlækni um þessi mál var fram haldið, og voru þeir 8 til áramóta.
Á fundum hjá landlækni í marz 1962 var rætt um væntanleg geisla-
varnalög. Voru gerðar nokkrar breytingar á lagafrumvarpi, sem samið
hafði verið, og ákvað landlæknir, að reynt yrði að flýta því, að það yrði
gert að lögum.
Eftir að geislavarnalögin höfðu verið samþykkt, varð enn brýnni
þörf fyrir heilsueðlisfræðing. Stjórn kjarnfræðanefndar hafði á sínum
tíma rætt um verksvið slíks sérfræðings. 1 svarbréfi til atvinnumála-
ráðuneytisins, sem óskaði umsagnar kjarnfræðanefndar í bréfi, dags. 6.
febr. 1962, um það, hvaða aðila bæri að tilnefna til að fylgjast með
breytingum á geislavirkni hér á landi, vakti stjórn nefndarinnar m. a.
athygli á tillögum yfirlæknis röntgendeildar Landspítalans í bréfi hans
til landlæknis, dags. 15. maí 1961, um nauðsyn þess, að starfandi sé
hér á landi heilsueðlisfræðingur. Á fundi um kjarnfræðamál, sem land-
læknir boðaði til 21. marz 1963, voru störf væntanlegs heilsueðlisfræð-
ings eitt þeirra mála, sem rædd voru. Landlæknir taldi nauðsynlegt,
að slíkur sérfræðingur væri til ráðuneytis eða sæi um framkvæmd
geislavarnalaganna, og sagðist mundu flytja það mál við ríkisstjórnina
og fá heimild fyrir honum.