Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Page 146

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Page 146
1964 — 144 — ræmingu á lögum um geislavarnir, þótti rétt að bíða með tillögur um löggjöf á þessu sviði, þar til niðurstöður af störfum þessara alþjóða- stofnana lægju fyrir. Árið 1959 barst greinargerð frá ENEA, sem OEEC-ráðið hafði samþykkt, um samræmingu geislavarnalöggjafar aðildarríkja. „Ákvað þá stjórn kjarnfræðanefndar að bjóða ríkisstjórn- inni að gera frumdrög að slíkri löggjöf. Til þessa starfs skipaði nefndin þá Gísla Fr. Petersen, Björn Kristinsson og Pál Theodórsson. Ráðu- neytið hefur fallizt á að greiða kostnað af starfi þessu” (Skýrsla um störf kjarnfræðanefndar íslands 1959). Með nefndinni starfaði Bene- dikt Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Nefndin lauk störfum á ár- inu 1960, og atvinnumálaráðuneytinu var sent uppkast að lögum um geislavarnir. Dráttur varð á því, að lagafrumvarpið yrði lagt fyrir Alþingi. Réð þar miklu um, að ekki var neinn íslenzkur eðlisfræðingur, er sérstak- lega hefði lagt fyrir sig störf í geislalækningadeild eða unnið við geislavarnir og því erfitt um vik að framfylgja væntanlegum lögum nema að nokkru leyti. í október 1961 boðaði landlæknir til fundar um kjarnfræðamál og geislavarnir. Voru þar mættir prófessorarnir í eðlis- fræði og lífeðlisfræði og yfirlæknir röntgendeildar Landspítalans. Til- efni fundarins var, að landlæknir óskaði að koma á viðræðum um þessi mál, athuga, hvað hér mætti gera til geislavarna, og fylgjast með og taka þátt í aðgerðum Norðurlandaþjóðanna vegna mengunar and- rúmsloftsins og umhverfis af kjarnasprengingum, sem gerðar voru í tilraunaskyni. Auk mælinga á geislavirkni í andrúmslofti og regnvatni, sem gerðar höfðu verið, var ákveðið að safna matvælasýnum í samráði við borgarlækni og senda þau út til mælinga á geislavirkni. Fundum hjá landlækni um þessi mál var fram haldið, og voru þeir 8 til áramóta. Á fundum hjá landlækni í marz 1962 var rætt um væntanleg geisla- varnalög. Voru gerðar nokkrar breytingar á lagafrumvarpi, sem samið hafði verið, og ákvað landlæknir, að reynt yrði að flýta því, að það yrði gert að lögum. Eftir að geislavarnalögin höfðu verið samþykkt, varð enn brýnni þörf fyrir heilsueðlisfræðing. Stjórn kjarnfræðanefndar hafði á sínum tíma rætt um verksvið slíks sérfræðings. 1 svarbréfi til atvinnumála- ráðuneytisins, sem óskaði umsagnar kjarnfræðanefndar í bréfi, dags. 6. febr. 1962, um það, hvaða aðila bæri að tilnefna til að fylgjast með breytingum á geislavirkni hér á landi, vakti stjórn nefndarinnar m. a. athygli á tillögum yfirlæknis röntgendeildar Landspítalans í bréfi hans til landlæknis, dags. 15. maí 1961, um nauðsyn þess, að starfandi sé hér á landi heilsueðlisfræðingur. Á fundi um kjarnfræðamál, sem land- læknir boðaði til 21. marz 1963, voru störf væntanlegs heilsueðlisfræð- ings eitt þeirra mála, sem rædd voru. Landlæknir taldi nauðsynlegt, að slíkur sérfræðingur væri til ráðuneytis eða sæi um framkvæmd geislavarnalaganna, og sagðist mundu flytja það mál við ríkisstjórnina og fá heimild fyrir honum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.