Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 144
1964
— 142 —
Reykhóla. Áfengisvarnir eru engar hér, enda ekki þörf á, því yfir-
leitt hef ég ekki séð vín á manni, nema ef vera skyldi ferðamönnum.
Höfða. Lítið áberandi, nema stundum er allfast drukkið á skemmti-
samkomum. Eiturlyfjaneytendur eru engir.
Akureyrar. Lítið ber á ölvun á almannafæri nema helzt í sambandi
við samkomur og dansleiki, svo og þegar togarar LJtgerðarfélags Akur-
eyringa h.f. eru inni. En ölvun meðal togarasjómanna mun vera nokk-
uð áberandi þá daga, sem togararnir liggja við land. Drykkjuskapur
mun vera einna mestur meðal yngra fólksins þrátt fyrir öfluga starf-
semi templara og áfengisvarnarnefndar, sem vissulega vinna hér gott
starf.
Grenivíkur. Áfengisnautn lítil, helzt eitthvað í sambandi við dans-
skemmtanir.
Eskifj. Áfengisnotkun má telja mikla. Einkum er það áberandi hjá
þeim, sem ættu að vera til fyrirmyndar. Vaxandi velmegun og ný-
söfnun auðs eykur slíka spillingu. Má það teljast þjóðarvandamál.
Keflavikur. Bréflegum tilmælum fræðslumálastjóra og skólayfir-
læknis varðandi tóbaksreykingar í skólum hefur verið framfylgt af
fremsta megni.
7. Samkomustaðir og félagslíf.
Stykkishólms. 1 Stykkishólmi er ekkert félagsheimili, en hins vegar
gamalt timburhús, sem notað er til samkomuhalds og kvikmyndasýn-
inga, en er í rauninni of lítið og ófullnægjandi á allan hátt. Er því al-
mennur áhugi á að reisa nýtt félagsheimili.
Patreksfj. Byrjað á grunni félagsheimilis á Patreksfirði, en vegna
f járskorts var ekki hægt að ganga frá grunninum, og er svo enn.
Eskifj. Allt félagslíf lamað vegna vinnuþrælkunar.
Keflavikur. fþróttir eru mikið stundaðar og félagslíf fjölþætt og sam-
kvæmisbragur yfirleitt góður.
8. Framfarir til almenningsþrifa.
Akranes. Tveir nýir stórir bátar bættust við bátaflotann. Sokkaverk-
smiðja tók til starfa á árinu og veitti talsverða atvinnu. Einnig tók til
starfa sútunarverksmiðja til sútunar á gærum. Varanlegri gatnagerð
miðar vel áfram.
Patreksfj. Stöðugt unnið við byggingu Patrekshafnar. Nokkuð unnið
að gatnagerð. Byggt stórt verkstæðishús. Enginn togari er nú gerður
hér út. Hafin bygging heimavistar og kennarabústaðar við félagsheim-
ilið í Örlygshöfn. Vígð ný kirkja í Breiðuvík og lokið að mestu við ný-
byggingu vistheimilis drengja þar á staðnum, og er það mjög smekk-
legt og vistlegt.
Akureyrar. Sérstaklega skal getið um Slippstöðina á Akureyri, sem
fært hefur út kvíarnar mjög ört nú síðustu árin og er nú að verða stór-
fyrirtæki.