Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 90
1964
— 88 —
villan verri hinni fyrri. Þetta var langmest áberandi með þá, sem ekki
lágu nógu lengi í fyrsta kastinu. Ekki veit ég um nein alvarleg eftir-
köst.
Kópaskers. Varð hér fyrst greind með vissu í september og gekk sem
meiri og minni farsótt fram að mánaðamótum október—nóvember.
Yfirleitt væg á börnum og unglingum, en gat lagzt þungt á fullorðið
fólk og aldraða.
Þórshafnar. 1 september byrjaði hvotsótt að stinga sér niður, en
gekk aðallega í október. Lagðist allþungt á suma, einkum unga karl-
menn.
Vopnafj. 1 september og október gekk hér myitis epidemica, sem
tók marga allþungt, einkum karlmenn á bezta aldri. Ung börn og
gamalmenni sluppu yfirleitt.
Norður-Egilsstaöa. Varð var við tvö tilfelli í janúar, sem ég áleit
myitis epidemica, en í ágústmánuði hófst mikill faraldur, og hélzt hann
allt til áramóta. Urðu margir allþungt veikir, og sumir fengu þetta
oftar en einu sinni með stuttu millibili.
Eskifj. Slæmur faraldur gekk yfir í september—nóvember. Fólk
varð mjög þungt haldið. Engan þurfti að senda á sjúkrahús. Mjög
erfiður faraldur.
Búóa. Gekk hér síðustu mánuði ársins. 1 sambandi við hana fengu 12
sjúklingar meningitis-einkenni. Flestir urðu mikið veikir.
Hafnar. Gekk hér um allar sveitir. Karlar 20—40 ára urðu verst úti.
Eyrarhakka. Allmörg tilfelli, einkum í október.
Hafnarfj. Gerði fyrst vart við sig í september og var viðloðandi
fram í nóvember. Fylgikvilla varð vart.
19. Hettusótt (089 parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 19.
1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962
176 25 13 27 135 1684 2144
1 a tt tt tt tt tt
Skráð í 11 héruðum.
20. Blöðrubóla ungbarna (766 pemphigus neonotorum).
Töflur II, III og IV, 20.
1962 1963 1964
Sjúkl................... 27 17 39
Skráð í 9 héruðum.
Stykkishólms. Að sjálfsögðu verður hér sem annars staðar vart öðru
hvoru við pyoderma á nýfæddum börnum. Virðist kvilli þessi tíðari á
börnum, sem fædd eru á sjúkrahúsum, a. m. k. svæsnu tilfellin, enda
hefur alþýða manna gefið sjúkdómnum nafnið “spítalabólur".
1963 1964
564 63
ft »
1955
Sjúkl. 5977
Dánir 1