Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1964, Blaðsíða 122
1964
120
mænusóttarveira sérstaklega. Niðurstöður þessara rannsókna urðu
sem hér segir:
Mótefni gegn öllum týpum mænusóttar höfðu 25/99 — 25%
— — týpu I og III — — 14/99 — 14%
— — týpu I og II — — 17/99 — 17%
— — týpu II og III — — 6/99 — 6%
— — týpu II einni — 12/99 — 12%
Engin mótefni — 8/99 — 8%
Börnin, sem höfðu mótefni gegn öllum týpum (25% af hópnum), og
börnin, sem höfðu mótefni gegn týpum I og III, sem hafa valdið
skæðustu mænusóttarfaröldrum (14%), teljast vel bólusett (40% af
hópnum). Rúmlega helmingur af börnunum hafa misst mótefni gegn
týpu I og III, annarri hvorri eða báðum, og 8% höfðu ekki mælanleg
mótefni þrátt fyrir fjórar bólusetningar. Það er því ástæða til, að
læknar hafi mænusótt í huga, ef lömunar verður vart í fólki, þótt það
hafi verið bólusett fjórum sinnum. Vorið 1964 voru mörg börn 6 ára
og eldri bólusett í fimmta skipti. Tókst að fá serum til rannsóknar úr
56 börnum af hópnum, sem að framan greinir, um mánuði eftir að
þessi viðbótarskammtur var gefinn. Nú höfðu 39/56, eða um 70%
barnanna, mótefni gegn týpum I og III. 54% af þeim, sem áður voru
talin illa bólusett, færðust í hópinn, sem talinn er vel bólusettur. Eng-
inn var alveg mótefnalaus, 2% barnanna vantaði mótefni gegn týpu I
(áður 35%), og 16% vantaði mótefni gegn týpu III (45% áður).
Verður að telja, að þessi viðbótarskammtur hafi gefið góða raun, og
verður sennilega einfaldast að gefa viðbótarskammt öllum, sem hægt
er, ef mænusótt berst til landsins.
E. Heilsuverndarstöðvar.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Berklavarnadeild. (Sjá töflu á bls. 121).
Barnadeild.
Á deildina komu alls 4972 börn úr Reykjavíkur- og Seltjarnarnes-
umdæmi. 2058 þessara barna komu í fyrsta sinn. Börnin fengu alls
11378 læknisskoðanir og voru, eins og á undanförnum árum, bólusett
gegn barnaveiki, ginklofa, kikhósta, mænusótt og bólusótt, samkvæmt
reglum deildarinnar.
Aðsókn Börn Skoðanir
Innan 6 mánaða 2239 5099
6—11 mánaða 517 2753
12—23 mánaða 1050 2112
2—6 ára 1116 1361
7 ára og eldri 50 53
Samtals
4972
11378